Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 425
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
409
Rólyncl 75-358 Elsu Sigmundsdóttur, Vatnsenda, er heima-
alin, f. Angi 68-875 frá Hesti, m. Dúfa 235. Ærin er hvít og
hyrnd og gul á haus og fótum. Hún hefur sívalan brjóstkassa
ogermjögvel holdfyllt á baki, mölum ogílærum. Afkvæmin
eru öll hvít, hyrnd, gul á haus og fótum og mjög samstæð að
útliti og gerð. Þau hafa sívalan bol og mikil hold á baki,
mölum og í lærum. Veturgömlu synirnir eru mjög góðar I.
verðlauna kindur. Gimbrarnar prýðisgóð ásetningslömb.
Rólynd var einlembd tveggja og þriggja vetra, en síðan
tvílembd og hefur 6,3 í afurðastig.
Rólynd 75-358 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Hrafnagilsh reppur
Par var sýnd ein ær með afkvæmum, sjá töflu 2.
Tafla 2. Afkvænii Ljómakollu 75-050 Sveinbjargar í Torfum
1 2 3 4
Móðir: Ljómakolla 75-050, 5 v .... 70,0 96,0 20,0 129
Synir: Eitill, 2 v„ I. vl .... 90,0 108,0 25,0 132
hrútl., tvíl . . . . 49,0 81,0 20,0 120
Dætur: Hrokkinkolla, 2 v., tvíl . . . . 58,0 90,0 19,5 128
Mjallkolla, 1 v., einl . . . . 54,0 86,0 19,5 125
gimbrarl., tvíl . ... 41,0 77,0 18,5 118
Ljómakolla 75-050 Sveinbjargar Helgadóttur í Torfunt er
heimaalin, f. Smári 69-862 frá Svanshóli, m. Snælda 16.
Ljómakolla er hvít og kollótt, sterkbyggð, með góða yfirlínu,
en lærahold eru í slöku meðallagi. Afkvæmin eru öll undan
kollóttum sæðingahrútum. Þau eru öll hvít og kollótt.
Holdfylling um herðar og á baki er góð, en sum þeirra vantar
holdfyllingu aftast á mölum og í Iærum. Fullorðni sonurinn
þokkaleg I. verðlauna kind, en hrútlambið ekki hrútsefni.
Ærin hefur ætíð verið tvílembd og hefur 4,6 í afurðastig.
Ljómakolla 75-050 lilaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.