Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 454
438
BÚNAÐARRIT
Skefilsstaðahreppur
Þar var sýndur 1 hrútur með afkvæmum, sjá töflu 20.
Tafla 20. Afkvæmi Heklors 76059 frá Hvalnesi
12 3 4
Faðir: Hektor 76059, 4 v................... 97,0 106,0 26,0 128
Synir: Hnykill, 2 v., I. vl................ 95,0 114,0 26,0 122
Baldur, 1 v., I. vl................ 83,0 105,0 24,0 132
2 lambhr., tvíl.................... 38,5 78,5 17,5 112
Dætur: 5 ær, 2 v., 1 tvíl., 3 einl., 1 geld 65,0 97,4 21,0 130
5 ær, 1 v., 2 mylkar, 3 geldar .... 56,8 91,8 20,4 126
8 gimbrarl., tvíl.................. 39,3 77,8 18,1 114
Hektor 76059 Bjarna Egilssonar, Hvalnesi, er frá Syðra-
Skörðugili, f. Vinur sonur Anga 68875, m. Fora. Hann er
hvítur, hyrndur, gulur á haus og fótum, en með hvíta ill-
hærulausa ull. Hann er í meðallagi bollangur, með
framstæða, breiða bringu, sæmilegar útlögur, en hrjúfur um
herðar, bakhold góð, malir framúrskarandi vel lagaðar og
holdfylltar, lærahold ágæt, fætur sverir og réttir. Afkvæmin
eru hvít og golsótt, hyrnd, nema ein ær kollótt, þau hvítu gul
á haus og fótum, en flest með hvíta ull. Þau eru sæmilega
bollöng, með sívalan brjóstkassa, bakið vel lagað og
holdgott, malir og læri ágætlega holdfyllt. Tvævetri sonur-
inn, Hnykill, er metfé að gerð, sá veturgamli ágæt I. verð-
launa kind, annað hrútlambið ágætt hrútsefni, gimbrar-
lömbin góð ærefni. Dæturnar eru lítt reyndar til afurða en
álitlegar. Hefur Hektor 104 í einkunn fyrir 5 tvævetlur og
105 í einkunn fyrir lömb.
Hektor 76059 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.