Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 439
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
423
meö allgóð bakhold. Afkvæmin eru öll hvít og hyrnd, ígul á
haus og fótum. Þau eru samstæð að útliti og gerð, ekki
rýmismikil, með góð bakhold og lærahold í meðallagi. Vet-
urgamli hrúturinn, sem er fæddur þrílembingur, er sæmileg
I. verðlauna kind. Gimbrarnar þokkaleg ásetningslömb.
Kempa var einlembd gemlingsárið, síðan ætíð tvílembd
nema þrílembd einu sinni. Hún hefur verið skýrslufærð í tvö
ár og hefur 5,1 í afurðastig.
Kempa 73-015 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Fegurð 73-003 Ragnars Kristóferssonar, Garði II,
heimaalin, f. Stormur, m. Sif. Fegurð er grá og hyrnd,
grófbyggð, með sæmileg bak- og malahold, en lærahold slök.
Fullorðnu ærnar gráar að lit, en hin afkvæmin hvít og hyrnd
utan önnur ærin kollótt. Afkvæmin eru öll fremur
grófbyggð. Veturgamli hrúturinn, sem hlaut I. verðlaun,
besta afkvæmið. Lömbin ekki ásetningshæf. Fegurð var
einlembd gemlingur, en síðan ætíð tvílembd utan einu sinni
einlembd úr sæði. Dæturnar frjósamar.
Fegurð 73-003 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
Skagafjarðarsýsla
Þar voru sýndir 26 afkvæmahópar, 7 með hrútum og 19
með ám.
Hofshreppur
Þar var sýndur 1 hrútur með afkvæmum, sjá töflu 11.
Tafla 11. Afkvæmi Vísis 75035 frá Litlu-Brekku
1 2 3 4
Faðir: Vísir 75035, 5 v 108,0 112,0 26,0 126
Synir: 2 hrútar, 2 v., I. og II. vl 92,0 110,5 25,0 130
2 lambhr., tvíl 47,5 83,0 19,0 117
Dætur: 8 ær, 2—4 v., 4 tvíl., 3 einl., 1 geld 70,0 99,6 21,4 131
2 ær, 1 v., geldar 62,5 97,0 22,3 135
8 gimbrarl., tvíl 39,5 80,0 19,1 119,5