Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 436
420
BÚNAÐARRIT
F. Hrönn 72-147 Skúla Guðmundssonar, Staðarbakka, var
sýnd með afkvæmuni haustið 1978 og hlaut þá II. verðlaun
fyrirþau, sjá Búnaðarrit 92. árg., bls. 412. Afkvæmin nú eru
hvít, hyrnd, gul á haus og fótum, bollöng, jafnvaxin og
sterkbyggð. Sómi geysisterkbyggð 1. verðlauna kind, sem gaf
mjög væn lömb í afkvæmarannsókn. Hrönn hefur tvisvar
verið þrílembd, einu sinni einlembd, ella tvílembd og hefur
6,8 í afurðastig. Dæturnar einnig frjósamar.
Hrönn 72-147 hlaut nú I. verðlaun fyrir afkvœmi.
G. Perla 73-099 Guðmundar Skúlasonar, Staðarbakka, er
heimaalin, f. Ólfjörð 69084, m. Krókhyrna 68043, sem
hlaut I. verðlaunfyrir afkvæmi 1976, sjá Búnaðarrit 90. árg.,
bls. 537. Perla er hvít, hyrnd, gul á haus og fótum, ákaflega
bollöng, fremur holdþunn. Afkvæmin eru öll hvít og hyrnd,
gul á haus og fótum. Að gerð eru þau fremur ósamstæð.
Þrevetra ærnar sterkbyggðar og jafnvaxnar. Tvævetur af-
kvæmin aftur á móti háfætt og fremur grófbyggð. Lömbin
þroskalítil, en ágætlega holdfyllt. Perla var tvílembd geml-
ingur og ætíð síðan og er með 7,5 í afurðastig.
Perla 73-099 hlaut III. verðlaun fyrir afkvœmi.
H. Tinna 73-184 Skúla Guðmundssonar, Staðarbakka, er
heimaalin, f. Þokki 66059, m. Dökkgrá 67052. Tinna er
svört, hyrnd, bollöng, jafnvaxin, með sæmileg bakhold og
allgóð hold á mölum og í lærum. Afkvæmin eru hvít, nema
ein dóttir svört, og öll hyrnd. Þau eru jafnvaxin með góða
holdfyllingu. Lömbin þroskalítil, en snotur. Bakki prýðisgóð
I. verðlauna kind. Tinna ætíð tvílembd með 6,6 í afurðastig.
Dætur frjósamar og góðar mjólkurær.
Tinna 73-184 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
1. Snædís 76-278 Skúla Guðmundssonar, Staðarbakka, er
heimaalin, f. Dalur 68-834, m. Tinna 73-184, sem nú í haust
hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi, sjá hér að framan. Ærin er
hvít og hyrnd, bollöng, jafnvaxin og sæmilega holdgóð. Af-