Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 464
448
BÚNAÐARRIT
synir hennar, eru góöir I. vl. hrútar og einn þeirra ágætur.
Ærnar báðar líkar móður sinni, en með öllu öflugri
lærvöðva. Þoka átti eitt lamb lambgimbrarárið, en síðan tvö
og tvisvarþrílembd og gengið meðþeim öllum. Lömbin hafa
jafnan verið væn og dætur hennar líkjast henni að afurða-
semi.
Poka 104 hlaut öðru sinni I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Vestur-ísafjarðarsýsla
Þar var sýndur 1 afkvæmahópur með hrút, Prúð Guð-
mundar Steinars Björgmundssonar, Kirkjubóli, Korpudal,
Mosvallahreppi, sjá töflu 30.
Tafla 30. Afkvæmi Prúðs 74-100 á Kirkjubóli í Korpudal
1 2 3 4
Faðir: Prúður 74-100, 6 v., I. vl 94,0 107,0 26,0 135
Synir: Vörður, 4 v., I. vl 100,0 111,0 25,0 135
Gísli, 1 v., I. vl 83,0 105,0 24,0 131
2 hrútlömb, tvíl 50,5 81,5 19,5 125
Dætur: 11 ær, 2—5 v., 7 tvíl 69,5 97,0 22,2 131
2 ær, 1 v., mylkar 62,5 92,0 21,0 130
8 gimbrarlömb 41,6 79,8 19,5 117
Prúður 74-100 Guðmundar Steinars Björgmundssonar,
Kirkjubóli, Valþjófsdal, er hvítur, hyrndur, ljósgulur á haus
og fótum. Hann er sterkbyggður og hefur ágæt lærahold.
Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, Ijós til gul á haus og fótum, eru
jafnvaxin, hafa ágætar útlögur og flest ágæt bak-, mala- og
lærahold. FuIIorðnu synirnir hafa báðir frábær lærahold.
Dæturnar eru sívalbyggðar og sumar frábærar að allri gerð.
Annar lambhrúturinn er hrútsefni, gimbrarlömbin sum fög-
ur ærefni. Prúður hefur 101 fyrir lömb og 105 fyrir 72
afurðaár dætra. Hópurinn er allur fríður og samstæður.
Prúður 74-100 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.