Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 471
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
455
Tafla 36. Afkvæmi IMóru 72-928, Hjarðarfelli
^ W) TJJC 00 . 1*1 ^ i -ii ral Spjald- breidd, cm Lengd framfótar- leggjar, mm Holdastig ■« ™ H co S J
1 2 3 4 5 6 7
Móðir: Móra 72-928, 8 v. . 56,0 94,0 18,0 131
Sonur: Bliki, 2 v., I. heiðursvl. 111,0 113,0 28,0 133 9,0 9,0 9,0
Dætur: 2 ær, 3 v 79,5 101,5 21,5 126 8,5 8,3 7,8
2 gimbrarl., tvíl. ... 40,0 81,5 18,5 116 9,0 8,5 7,5
Móra 72-928 er eign Hjarðarfellsbúsins, þar heimaalin, f.
Blakkur 68-163, ff. Straumur 61-823 frá Bæ, m. 65-504.
Móra 72-928 er mórauð, hyrnd, með þróttlegan haus, er
jafnvaxin, með rétta og sterka fætur. Sonurinn Bliki er af-
bragðs kind, með úrvals mala- og lærahold og var dæmdur
annar besti af tveggja vetra hrútum í sveitinni og sendur á
héraðssýninguna, þar sem hann hlaut I. heiðursverðlaun.
Hann hefur 108 í einkunn fyrir sláturlömb. Dæturnar voru
báðar tvílembdar tveggja vetra, en í vor lét önnur, en hin var
einlembd. Þær eru breiðvaxnar, með sívalan brjóstkassa og
mikil hold á baki og mölum. Gimbrarlömbin eru önnur svört
en hin mórauð, þær eru holdgóðar og allgóð ærefni. Mora er
mikil afurðaær, hefur verið 5 sinnum tvílembd og einu sinni
þrílembd á 7 árum og er með 9,7 í einkunn fyrir öll árin.
Móra 72-928 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
Eyjarhreppur
Þar voru sýndar 2 ær með afkvæmum, sjá töflu 37.
Tafla 37. Afkvæmi áa í Eyjarhreppi
1 2 3 4 5 6 7
A. Móðir: 72-311, 8 v . 70,0 102,0 21,5 126 9,0 8,5 8,5
Synir: Narfi, 3 v., I. vl. . . . 108,0 114,0 25,0 127 9,0 9,0 8,5
Haukur, 1 v., 1. vl. . 79,0 103,0 24,5 125 8,0 7,5 8,0
Dætur: 3 ær, 2—6 v . 68,7 99,3 22,0 121 9,3 8,7 8,3
1 ær, 1 v., tvíl . 64,0 99,0 21,0 117 8,5 9,0 9,0