Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 430
414
BÚNAÐARRIT
H. Blíða 76124 Árna Magnússonar, Háalundi 2, er heima-
alin, f. Bjartur 71191, sem hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi
haustið 1978, sjá Búnaðarrit 92. árg., bls. 405, m. Geithyrna
73091. Blíða er alhvít, hyrnd. Hún er bollöng, jöfn að bygg-
ingu og ágætlega holdfyllt. Afkvæmin eru öll hvít og hyrnd.
Þau eru jafnvaxin og holdgróin. Freyr glæsileg I. verðlauna
kind og stóð efstur jafnaldra á sýningu í Öngulsstaðahreppi.
Lömbin eru skyldleikaræktuð, frekar þroskalitlir holda-
hnausar. Ærin alltaf tvílembd með 6,8 í afurðstig.
fílíða 76124 hlaul 1. verðlaun fyrir afkvœmi.
Glœsibœjarhreppur
Þar voru sýndir 2 afkvæmahópar, 1 með hrút og 1 með á,
sjá töflu 5 og 6.
Tafla 5. Afkvæmi Asks 76089 Krístjáns á Blómsturvöllum
1 2 3 4
Faðir: Askur 76089, 4 v . . . 108,0 109,0 25,0 132
Synir: 2 hrútar, 1 v., II. v ... 73,5 97,5 20,5 129
7 hrútl., 6 tvíl., I ein . . . 43,4 80,6 18,4 119
Dætur: 5 ær, 2 v., 3 tvíl., 2 einl ... 60,8 91,8 19,6 127
6 ær, 1 v., 2 eini., 4 geldar . .. . .. 53,8 89,8 19,8 125
4 gimbrar, tvíl . .. 33,0 75,5 16,6 1 14
Askur 76089 Kristjáns Sveinssonar, Blómsturvöllum, er
heimaalinn, f. Klettur 72—876 frá Hesti í Borgarfirði, m.
Gulhyrna 69032. Askur er grár, hyrndur, útlögugóður, með
mjög góð bak-, mala- og lærahold. Hann hlaut I. verðlaun A
á héraðssýningu í Eyjafirði 1978. Sýnd voru með Aski öll
afkvæmi hans. Þau eru grá, svört, svargolsótt og hvít, öll
hyrnd. Þau eru sérlega samstæð að allri gerð, með hvelfdan
brjóstkassa og mjög góð bak-, mala- og Iærahold. Vet-
urgömlu synirnir eru þroskalitlir og annar mjög snotur að
gerð, þeir hlutu II. verðlaun. Fjórir lambhrútanna góð
hrútsefni og hinir þrír nothæfir. Askur hefur einkunn 104
fyrir sláturlömb. Dæturnar eru Iítt reyndar til afurða, en sú