Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 384
368
BÚNAÐARRIT
hrútar, 43 í Hjarðardal og 39 á Ingjaldssandi. I. verðlaun
hlutu 37 af 55 fullorðnum eða 67% og 5 af 27 veturgömlum
eða 19%. Á Ingjaldssandi var mikið af afburða einstakl-
ingum og voru hrútar mun betri í þeim hluta hreppsins. Af
hrútum, sem fóru á héraðssýningu, hlutu 3 heiðursverðlaun.
Þeir voru Bjartur, 3 v., Sigurvins áSæbóli með 83,5 stigog 2.
í röð heiðursverðlauna hrúta, Píus með 83,5 stig og 3. í röð
og Köggull Kristjáns á Brekku með 80,5 stig. Af Ingjalds-
sandi voru því 3 af þeim 6 hrútum, sem hlutu I. heiðursverð-
laun á héraðssýningunni. Auk þess hlutu Sammi, 3 v., Ást-
valds í Sætúni og Guðmundar í Hrauni á Ingjaldssandi og
Tvistur, 3 v., Bergs í Felli, I. verðlaun A.
Þess má geta, að Snær, 9 v., Kristjáns á Brekku á
Ingjaldssandi, sem stóð efstur á héraðssýningu 1976, hefði
líka getað staðið meðal heiðursverðlauna hrúta, ef hann
hefði verið sendur, þrátt fyrir háan aldur. Hann endist frá-
bærlega vel, hefur frábær hold þrátt fyrir aldurinn. Það er
menningarbragur á mönnum og hrútum á Ingjaldssandi.
Þingeyrarhreppur: Þar voru sýndir 30 hrútar, 20 fullorðnir
og 10 veturgamlir. 60% fullorðnu hrútanna og 20% af vet-
urgömlu hrútunum hlutu I. verðlaun. í Þingeyrarhreppi er
mikið af meðalgóðum hrútum, m. a. voru þar 2 mórauðir
hrútar, Móri Kristjáns í Múla og Hnoðri Guðmundar á
Kirkjubóli, sem hlutu I. verðlaun. Aðeins einn hrútur hlaut
III. verðlaun og engum var hent. 3 hrútar fóru á hér-
aðssýningu, þeir Hreinn 3 v., er hlaut I. verðlaun A, Glanni,
3 v., er hlaut I. verðlaun B, báðir eign Guðmundar á Kirkju-
bóli, og Drellir, 3 v., Kristjáns í Miðbæ, er hlaut I. verðlaun
A.
Auðkúluhreppur: Þar voru sýndir 35 hrútar, 30 fullorðnir
og hlutu 23 þeirra I. verðlaun eða 77%, og 5 veturgamlir, en
3 þeirra hlutu I. verðlaun. Enginn hrútur hlaut III. vl. og
engum var kastað. Þessi útkoma bendir til, að m jög sé vand-