Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 455
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
439
Austur-Húnavatnssýsla
Þar voru sýndir 2 afkvæmahópar með ám, báðir í eigu Pálma
Jónssonar, Akri í Torfalækarhreppi, sjá töflu 21.
Tafla 21. Afkvæmi áa á Akri
1 2 3 4
A. Móðir: Snœlda 71-537, 9 v .... 64,0 91,0 21,5 126
Synir: Snerill, 3 v, I, v .... 111,0 110,0 25,5 130
I hrútl., tvíl .... 53,0 85,0 21,0 116
Dætur: 3 ær, 7,4 og 3 v., tvíl .... 71,3 95,7 21,8 126
1 ær, 1 v., mylk .... 63,0 98,0 22,5 130
1 gimbrarl., tvíl .... 43,0 78,0 18,5 115
B. Móðir: Bleikja 72-560, 8 v .... 71,0 96,0 21,5 131
Synir: Uggi, 4 v., I. heiðursv .... 106,0 111,0 26,0 129
Blettur, 1 v., I. heiðursv .... 109,0 112,0 27.0 127
2 hrútl., tvíl .... 51,0 84,5 21,0 118
Dætur: 2 ær, 6 og 4 v., einl .... 68,0 93,0 21,0 127
A. Snœlda 71-537 Pálma Jónssonar, Akri, er heimaalin, f.
Sléttbakur 67-122, hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1972, sjá
Búnaðarrit 86. árg., bls. 476, m. Snælda 69-402. Snælda
71-537 er hvít, hyrnd, fölgul á haus og fótum, með hvíta og
illhærulausa ull. Hún er fremur bollöng, jafnvaxin, holdgóð
á baki og mölum, lærahold ágæt. Hún er fríð og ræktarleg í
útliti. Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, fölgul á haus og fótum.
Dæturnar eru úrvals ær að allri gerð og fjögurra vetra ærin er
algert metfé að gerð. Þær eru mjög frjósamar og mjólkur-
lagnar, 6,6 afurðastig, gimbrarlambið er úrvals ærefni, frítt
og vel gert. Sonurinn, Snerill, er afbragðs góð I. verðlauna
kind og var talinn bestur hrúta í sínum aldursflokki í Vatns-
dal þetta haust. Lambhrúturinn er boltavænn og holdgóður
og ágætt hrútsefni.
Snælda 71-537 hefur alltaf verið tvílembd og hefur af-
urðaeinkunnina 7,4.
Snælda 71-537 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.