Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 450
434
BÚNAÐARIUT
A. Karkur 75026 Árna Gíslasonar, Eyhildarholti, var sýnd-
ur með afkvæmum 1978, sjá Búnaðarrit 92. árg., bls. 430.
Afkvæmin, sem fylgja nú, eru öll hvít, hyrnd, flest ljósgul eða
gul á haus og fótum. Þau hafa flest vel hvíta og fíngerða ull,
eru í meðallagi bollöng, en sum fremur útlögulítil, bakhold
sæmileg, en mala- og Iærahold yfirleitt góð. Fullorðnu syn-
irnir eru báðir góðir I. verðlauna hrútar, annað hrútlambið
snoturt en hitt tæplega hrútsefni, gimbrarnar þokkaleg
ærefni. Fullorðnu dæturnar eru allar föngulegar ær og álit-
legar til afurða. Karkur hefur 104 í einkunn fyrir dætur og
103 í einkunn fyrir lömb.
Karkur 75026 hlaut nú II. verðlaun fyrir afkvœmi.
B. Kútur 76036 Guðrúnar Árnadóttur, Eyhildarholti, er
heimaalinn, f. Angi 68875, m. Fjalladrottning 74397. Hann
er hvítur, hyrndur, kolóttur á haus, með mikla og sæmilega
hvíta ull. Hann er jafnvaxinn og með framúrskarandi bak-,
mala- og lærahold. Hann var 7. í röð heiðursverðlaunahrúta
á héraðssýningu í Skagafirði 1978. Afkvæmin eru öll hvít,
hyrnd, gul eða kolótt á haus og fótum, flest með sæmilega
hvíta og mikla ull. Þau eru rýmismikil og jafnvaxin, með góð
eða ágæt bak-, mala- og lærahold, samstæður og fríður
hópur. Fullorðnu synirnir eru góðar I. verðlauna kindur,
annar þeirra, Hörður, var 2. í röð tvævetra hrúta á sýningu á
þessu hausti. Lambhrútarnir eru báðir sæmileg hrútsefni og
gimbrarlömbin góð eða ágæt ærefni. Dæturnar eru lítt
reyndar til afurða, en virðast þó yfir meðallagi í frjósemi.
Kútur 76036 hlaul II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Tafla 19. Afkvæmi áa í Kípurhrcppi
1 2 3 4
A. Módir: Fjaltadrollning 74397, 6 v. ... ... 53,0 92,0 19,0 127
Sonur: Kútur, 4 v., I. vl . .. 106,0 117,0 27,5 125
Dætur: 2 ær, 3—4 v., tvíl. og einl. . . . .... 65,5 98,5 21,5 124
1 ær, 1 v., geld ... 71,0 100,0 22,5 132
1 gimbrarlamb, tvíl .. . 32,0 72,0 17,0 1 16