Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 432
416
BÚNAÐARRIT
12 3 4
Geir, 1 v., 11. v............. 77,0 96,0 23,0 130
5 hrútl., 4 tvíl., 1 einl..... 45,6 79,8 19,1 121
Dætur: 11 ær, 2—3 v., 8 tvíl., 3 einl. 65,2 93,1 20,4 129
5 gimbrar, 4 tvíl., 1 einl.... 36,6 76,0 18,1 118
Spakur 75166 Guðmundar Skúlasonar, Staðarbakka, er
heimaalinn, f. Angi 68-875 frá Hesti í Borgarfirði, m. Prýði
65012. Spakur stóð í efsta sæti á héraðssýningu í Eyjafirði
haustið 1978 og vísast til lýsingar á honum í Búnaðarriti 92.
árg., bls. 388. Afkvæmin eru öll hvít og hyrnd og flest þeirra
aðeins gul á haus og fótum. Hópurinn er mjög samstæður að
allri gerð. Afkvæmin eru í meðallagi rýmismikil, með sívalan
brjóstkassa, en mörg þeirra hrjúf um herðar. Holdfylling á
baki, mölum og í lærum er yfirleitt mjög góð. Ullin er í
meðallagi að magni og fremur fín. Synirnir eru allir I. verð-
Iauna kindur og sá veturgamli mjög góð kind. Lambhrút-
arnir snotur hrútsefni. Gimbrarnar voru ekki þroskamiklar,
en ágætlega holdfylltar. Spakur var í afkvæmarannsókn vet-
urgamall og var þar annar í röð sex hrúta með einkunn 107
og reyndist gefa mjög vel löguð föll. Dætur hans eru enn lítt
reyndar sem afurðaær, en sú reynsla, sem fengin er, bendir til
að þær séu í tæpu meðallagi með afurðir. Kynfesta hópsins er
mjög mikil.
Spakur 75166 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Pjakkur 76210 Viðars Þorsteinssonar, Brakanda, er
heimaalinn, f. Angi 68-875 og því samferða Spak 75166, sjá
hér á undan, m. 73069. Pjakkur er hvítur, hyrndur, gulur á
haus og fótum. Hann hefur hvelfdan brjóstkassa og ágæta
holdfyllingu á baki, mölum og í lærum. Afkvæmin eru öll
hvít og hyrnd, gul á haus og fótum og mörg allmikið gulku-
skotin á ull. Ærnar eru sterkbyggðar, harðholda og yfirleitt
með góð lærahold. Tvævetri sonurinn grófbyggður, en sá
veturgamli fremur þroskalítill. Tveir lambhrútarnir sæmileg
hrútsefni. Pjakkur var í afkvæmarannsókn veturgamall og