Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 470
454 BÚNAÐARRIT
Tafla 35. Afkvæmi Hrings 77-291, Hjarðarfelli
1 2 3 4
Faðir: Hringur 77-291, 3 v .... 112,0 114 25,5 129
Synir: 2 hrútar, 2 v., báðir I. vl. . .. . . .. 104,0 111,5 26,5 129
5 hrútlömb, tvíl .... 43,6 82,0 18,7 112
Dætur: 8 ær, 2 v., 5 tvíl., 3 einl .... 71,6 99,3 20,6 122
2 ær, 1 v., mylkar .. .. 64,5 98,0 19,8 127
7 gimbrarlömb, tvíl . ... 41,0 82,0 18,3 112
Hringur 77-291, eign Hjarðarfellsbúsins, er heimaalinn, f.
Bóndi 74-940, sem notaður hefur verið á sæðingarstöðinni á
Akureyri í tvo vetur og vísast til lýsingar á honum í 90. árg.
Búnaðarritsins, bls. 433, og í Handbók bænda 30. árg., bls.
151, m. 679, Hjarðarfelli, dóttir Elds 67-829 frá Hesti, og er
hún úrvalsær. Hringur 77-291 er hyrndur, hvítur, ígulur á
haus og fótum. Hann er bollangur, með ágætar útlögur,
afbragðs bak- og malahold, þykkan og djúpan lærvöðva, og
hlaut hann I. heiðursverðlaun á héraðssýningunni, sjá bls. 401
Afkvæmi Hrings eru öll hvít, hyrnd, flest ígul á haus og
fótum, með þétta, fíngerða, toglitla ull, hópurinn í heild er
með þróttmikið fjárbragð og ber einkenni góðrar kynfestu.
Tveggja vetra synirnir eru báðir afbragðs I. verðlauna hrútar
og var Bliki valinn á héraðssýninguna og hlaut þar I.
heiðursverðlaun, en hann líkist föður sínum mjög að allri
gerð. Sýndir voru 5 lambhrútar með Hring. Þeir eru allir
lágfættir og þéttvaxnir, einn er metfé að gerð, annar ágætt
hrútsefni og hinir allálitlegir. Dæturnar eru bollangar, síval-
vaxnar og holdgóðar. Þær lofa mjög góðu, hvað afurðir
snertir, 6 af 9 tveggja vetra ánum, sem báru í vor, voru
tvílembdar og skiluðu þær yænum lömbum (16,9 kg meðal-
tal) og fjórða hluta þeirra í stjörnuflokk. Öll gimbrarlömbin
eru álitleg ærefni, hvað holdafar og byggingu snertir. Hring-
ur hefur einkunnina 106 fyrir lömb og gefur mikið af föllum í
stjörnuflokk.
Hringur 77-291 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.