Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 440
424
BÚNAÐARRIT
Vísir 75035 Axels Þorsteinssonar, Litlu-Brekku, er
heimaalinn, f. Angi 68875, m. Kríma 70051, en hún hlaut 1.
vl. fyrir afkvæmi 1978. Vísir er hvítur, hyrndur, gulur á haus
og fótum. Hann hefur sívalan bol, breiða, framstæða bringu
og góð bak-, mala- og lærahold. Hann hlaut heiðursverðlaun
á héraðssýningu í Skagafirði 1978. Afkvæmin eru öll hvít,
hyrnd, ljósgul eða gul á haus og fótum, með hvíta og nær
illhærulausa ull. Þau eru flest með ágætar útlögur og langan
eða meðallangan bol, þau eru bakbreið og með ágæt bak- og
malahold, lærahold misjöfn, enda sum afkvæmin fullháfætt.
Annar fullorðni sonurinn ágæt I. verðlauna kind, hinn með
II. verðlaun, bæði hrútlömbin góð hrútsefni. Dæturnar eru
sumar nokkuð grófbyggðar en rígvænar, gimbrarlömbin
misjöfn, sum ágæt ærefni. Vísir hefur 98 í einkunn fyrir lömb
og sömuleiðis í einkunn fyrir dætur.
Visir 75035 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
Akrahreppur
Þar voru sýndir 2 afkvæmahópar, 1 með hrút og 1 með á,
sjá töflu 12 og 13.
Tafla 12. Afkvæmi Sprota 75236 frá Uppsiilum
/ 2 3 4
Faðir: Sproti 75236, 5 v 100,0 112,0 25,5 125
Synir: 2 hrútar, 3 v., I. vl 96,0 111,0 25,0 128
5 lambhr., tvíl 45,2 82,4 19,2 116
Dætur: 10 ær, 2—4 v., 6 tvíl., 2 einl.,
2 geldar 75,4 100,8 22,2 126
6 gimbrarl., 5 tvíl., 1 einl 37,2 80,5 18,5 115
Sproti 75236 Árna Bjarnasonar, Uppsölum. , er frá
Flugumýri. Hann var sýndur með afkvæmum haustið 1978,
sjá Búnaðarrit árg. 92, bls. 417, og á héraðssýningu það
haust var hann 5. í röð heiðursverðlaunahrúta. Afkvæmin,
sem fylgja honum nú, eru hvít, nema eitt svart, öll hyrnd. Þau
hvítu eru flest gul á haus og fótum, en flest með góða, allvel