Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 478
462 BÚNAÐARRIT
Dætur: 2—3 v., tvíl.............. 64,0 95,8 22,3 116
1 v., geld .............. 71,0 100,0 23,5 122
Odda 75450, eign Guðmundar Péturssonar á Gullberastöð-
um, er heimaalin, f. Refill frá Hesti, m. 72-359. Odda er hvít,
hyrnd, fölgul á haus og fótum. Hún er sívalbyggð, með breitt
og holdgróið bak, prýðilega lagaðar og holdfylltar malir og
góð lærahold, fótstaða ágætlega gleið og rétt. Fullorðnu
synirnir eru ágætir I. vl. hrútar, eldri sonurinn, Lundi, stóð
efstur af fullorðnu hrútunum á sýningu í Andakílshreppi
sama haust. Ærnar eru ágætlega gerðar, fremur bollangar og
sívalbyggðar. Lambhrúturinn er ágætt hrútsefni. í heild er
hópurinn samstæður og ræktarlegur og hefur gott fjárbragð.
Dæturnar eru frjósamar og skila ágætum lömbum, bæði að
gerð og vænleika. Odda hefur alltaf verið tvílembd nema
gemlingsárið og er mikil afurðaær. Öll afkvæmi hennar,
nema einn hrútur, hafa verið sett á og ekki brugðist þeim
vonum, sem bundnar eru við þau.
Odda 75-450 hlaul I. verðlaun fyrir afkvœmi.
Reykholtsdalshreppur
Þar var sýndur 1 hrútur með afkvæmum, sjá töflu 43.
Tafla 43. Afkvæmi Stúfs í Samtúni
1 2 3 4
Faðir: Stúfur 76-413, 4 v., I. vl .. 116,0 116,0 25,0 124
Synir: Baggi, 2 v., I. vl .. 91,0 108,0 24,0 124
Korgur, 1 v., 11. vl . . 68,0 97,0 22,0 119
2 lambhr., tvíl . . 45,0 83,0 18,5 117
Dætur: 8 ær, 2 og 3 v., 3 einl. 5 tvíl. . . .. 64,0 95,1 21,5 123
2 ær, 1 v., geldar .. 68,5 101,5 21,8 122
8 gimbrar, 7 tvíl .. 31,9 81,0 18,5 113
Stúfur 76-413 Magnúsar Jakobssonar, Samtúni, er heima-
alinn, f. Baron 394, m. nr. 118. Stúfur er hyrndur, hvítur,
með fremur vel hvíta ull. Hann er prýðilega gerður ein-
staklingur, með ágætar útlögur, góðar herðar, breitt og