Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 449
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
433
Malli 76072 Bjarna Jónssonar, Hóli, er frá Mallandi, f. Angi
68875, m. nr. 8. Hann er hvítur, hyrndur, gulur á haus og
fótum, með illhæruskotna ull. Hann hefur ágætar útlögur,
breiða og framstæða bringu, bakhold eru góð, malirnar eru
breiðar og framúrskarandi vel holdfylltar, lærahold góð.
Hann hlaut heiðursverðlaun á héraðssýningu í Skagafirði
1978. Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, flest fölgul á haus og
fótum og sum björt, með mikla, fíngerða og vel hvíta ull. Þau
eru fremur bollöng, með framúrskarandi hvelfdan
brjóstkassa, breiða og framstæða bringu. Bakið er mjög
breitt og bak-, mala- og lærhold frábærlega góð. Fætur sverir
og réttir, fótstaða ágæt. Fullorðnu synirnir stóðu báðir efstir í
röð tvævetra hrúta á sýningum í haust, sinn í hvorum hreppi.
Hrútlömbin eru bæði úrvals hrútsefni. Dæturnar eru margar
metfé að gerð. Malli hefur 101 í einkunn fyrir dætur og 97 í
einkunn fyrir lömb.
Malli 76072 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Rípurhreppur
Þar voru sýndir 2 hrútar og 6 ær með afkvæmum, sjá töflu
18 og 19.
Tafla 18. Afkvæmi hrúta í Rípurhreppi
12 3 4
A. Faðir: Karkur 75026, 5 v................. 115,0 113,0 26,0 126
Synir: 2 hrútar, 2 og 3 v., I. vl....... 105,5 114,0 24,3 131
2 lambhr., tvíl. og einl......... 40,5 78,5 18,5 117
Dætur: 10 ær, 2—3 v., 8 tvíl., 2 einl... 67,1 96,0 21,0 128
8 gimbrarl., 3 tvíl., 5 einl..... 40,5 79,8 18,9 116
13. Faðir: Kúlur 76036, 4 v................. 106,0 117,0 27,5 125
Synir: 2 hrútar, 2 v., I. vl............. 93,5 111,5 23,5 130
2 lambhr., einl.................. 41,0 80,0 19,0 116
Dætur: 5 ær, 2 v., 1 tvíl., 4 einl........ 67,6 98,2 21,7 129
5 ær, 1 v., geldar ........ 64,4 97,8 21,5 128
8 gimbrarl., 4 tvíl, 4 einl...... 30,0 80,1 18,6 115