Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 415
HÉRAÐSSÝNINGAR Á HRÚTUM
399
Nafn og aldur Eigandi
Ofsi* x, 2 v., ........... Þóröur Eyjólfsson, Goddastööum, Laxárdal
Blossi, 2 v., ............ sami
Þristur, 1 v., ........... Svavar Jensson, Hrappsstööum, Laxárdal
Spakur, 1 v., ............ Magnús Sigurbjörnsson, Glerárskógum, Hvammshr.
Gosi, 1 v., .............. Svavar Magnússon, Búöardal, Skarösstrandarhr.
79—005, 1 v., ............ Sigurður Þórólfsson, Innri Fagradal, Saurb. hr.
Sómi, 1 v., .............. Árni Benediktsson, Stóra-Vatnshorni, Haukad. hr.
Efstur í röð heiðursverðlaunahrúta stóð Ketill Gunnars
Benediktssonar á Álfheimum í Miðdölum, en Ketill er frá
Köldukinn í Haukadalshreppi. Hann er hyrndur, með vel
hvíta og mikla ull, bakbreiður og föngulegur á velli og var
106 kg að þyngd, brjóstmál 113 cm, bakbreidd 27 sm og
fótmál 132 mm. í öðru sæti var Valur Guðmundar Jónssonar
á Skógum á Fellsströnd, en Valur er sonur Smára 70—884
sæðisgjafa frá Kálfholti í Ásahreppi og undan á nr. 1155 á
Valþúfu. Hann er hvítur, kollóttur, með ull í góðu meðallagi
að magni og gæðum, jafnbyggður og ræktarlegur, og
reyndist 110 kg að þyngd, brjóstmál 113 sm, bakbreidd 27
sm og fótmál 130 mm. Þirðji besti hrúturinn var Prúður
Trausta Bjarnasonar á Á á Skarðsströnd með 83.5 stig.
Prúður er heimaalinn, faðir 76—012 og móðir 77—128.
Hann er hvítur, kollóttur, með góða, vel hvíta ull, lágfættur
og jafnvaxinn og reyndist 92 kg að þyngd, 111 sm í
brjóstmál, bakbreidd 27 sm og fótmál 128 mm. Margir fleiri
ágætir einstaklingar voru á sýningunni, sem sýndi að mikil
framför er í sauðfjárræktinni í Dölum, enda hlutu nú 10
hrútar 1. heiðursverðlaun, en 3 hrútar fyrir fjórum árum.
Þegar sýningargestir höfðu skoðað sýninguna var haldið í.
félagsheimilið Dalabúð og drukkið kaffi. Meðan setið var
undir borðum fluttu ráðunautar erindi um sauðfjárrækt,
fóðrun og fleira, og fleiri tóku til máls um það efni.