Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 421
BUNAÐARRIT
405
Héradssýning á hrútum í Austur-
Húnavatnssýslu
haustið 1980
eftir Svein Hallgrímsson
Laugardaginn 25. október var haldin héraðssýning á hrútum
í Austur-Húnavatnssýslu að Stóru-Giljá í Torfalækj-
arhreppi og að Enni í Engihlíðarhreppi. Dómnefnd á sýn-
ingunni skipuðu Ólafur G. Vagnsson, Aðalbjörn Bene-
diktsson og Sveinn Hallgrímsson. Jóhannes Torfason,
Torfalæk, formaður Búnaðarsambands Austur-Húna-
vatnssýslu, setti sýninguna, en Sveinn Hallgrímsson lýsti
dómum. Áður en héraðssýningin var haldin hafði Guðbjart-
ur Guðmundsson, héraðsráðunautur, haldið hrútasýningar í
hreppunum og valið hrúta á sýninguna. Héraðssýningin var
nú haldin milli aðalsýninga í Austur-Húnavatnssýslu, en
héraðssýning féll niður 1978 þegar aðalsýningar voru þar
síðast.
Á héraðssýninguna mættu til dóms 35 hrútar.
10 hrútar hlutu'I. heiðursverðlaun
18 hrútar hlutu I. verðlaun A.
7 hrútar hlutu I. verðlaun B.
Eftirtaldir 10 hrútar hlutu I. heiðursverðlaun, raðað eftir
stigum:
1. Uggi, 4 v. 84,5 stig Pálma Jónssonar, Akri, Torfalækjarhr.
2. Spakur, 7 v. 84,0 stig Hilmars Árnasonar, Hofi, Skagahr.
3. Fróöi, 6 v. 84,0 stig Guðmundar Bermanns, öxl, Sveinsstaöahr.
4. Birtingur, 3v82,0 stig Pálma Jónssonar, Akri, Jorfalækjarhr.
5 Spakur,3 v. 81,0stig Sigþórs Sigurössonar, Brekkukoti, Sveinsstaðahr.
6. Blettur, 1 v. 81,0 stig Pálma Jónssonar, Akri, Torfalækjarhr.
7. Nagli, 2 v. 80,5 stig Sigurðar I. Björnssonar, Guölaugsst., Svínavatnshr.
8. Brynjar, 3 v. 80,5 stig Hilmars Árnasonar, Hofi, Skagahr.
9. Snúöur, 3 v. 80,5 stig Rafns Sigurbjörnssonar, örlygsst., Skagahr.
10. Snúöur, 2 v. 80,0 stig Jónasar Hallgrímssonar, Helgavatni, Sveinsst.hr.