Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 473
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
457
Kolbeinsstaðahreppur
Þar var sýndur einn hrútur og 3 ær með afkvæmum, sjá töflu
38 og 39.
Tafla 38. Afkvæmi Kráks 74-711, Jörfa
1 2 3 4 5 6 7
Faðir: Krákur 74-711, 6 v. 106,0 111,0 24,0 133 8,0 9,0 9,0
Synir: Dropi, 5 v., 1. vl. .. 107,0 113,0 27,0 131 8,0 8,5 8,5
Móri, 1 v., 0 vl 107,0 111,0 24,5 141 8,0 7,5 7,0
2 hrútl., einl. og tvíl. 45,5 82,0 19,8 118 8,0 7,8 7,3
Dætur: 9 ær, 2—5 v., 4 tvíl., 1 geld 57,2 91,0 19,2 132 8,0 7,8 6,6
1 ær, 1 v., mylk .... 8 gimbrarl., 2 tvíl., 59,0 93,0 19,5 130 8,5 8,5 7,0
6 einl 36,1 79,5 17,9 120 8,2 7,9 7,3
Krákur 74-711 Jónasar Jóhannessonar, Jörfa, er heima-
alinn, f. Soldán 71-780 frá Hesti, m. Kola, mf. Hnykill frá
Hlíð. Krákur 74-711 er hvítur, hyrndur, fremur bollangur,
með sívalan brjóstkassa, ágæt bak-, mala og lærahold, fætur
eru réttir og sterkir, svipurinn er þróttlegur. Afkvæmin eru
öll hvít, hyrnd, að tveimur undanteknum, sem eru mórautt
og svartbotnótt. Hópurinn er bjartur yfirlitum, með frísk-
legan svip, allgóð bakhold einkenna flest þessi afkvæmi, en
ekki mikil lærahold og virðist Krákur tæplega ráða við að
stytta fótleggina og bæta læraholdin í afkvæmum sínum, þó
hann sé sjálfur með ágæt læri, en hann er sennilega of há-
fættur til að geta bætt byggingarlag. Dætur hans eru allvel
frjósamar og bætir hann þann eiginleika á búinu. Af gimbr-
arlömbunum eru tvö góð ærefni, annað hrútlambið, ein-
lembingurinn, er ágætt hrútsefni, bollangur, lágfættur og
holdþéttur, en hinn er ónothæfur. Sonurinn Dropi er góð I.
verðlauna kind og var sjötti í röð 3 ja vetra hrúta í hreppnum,
en veturgamli hrúturinn er vænn, háfættur groddi og hlaut
enga viðurkenningu. Krákur hefur einkunnina 96 fyrir lömb
og 103 fyrir dætur.
Krákur 74-711 hlaut III. verðlaun fyrir afkvœmi.