Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 409
HÉRAÐSSÝNINGAR Á HRÚTUM
393
Dómsstörfum var hagað með sama hætti og venja er til.
Hrútar voru dæmdir í 3 flokka. Þeir sem fóru í I. heiðurs-
verðlaun þurftu að fá 80,0 stig eða meira fyrir eftirtalda 10
eiginleika: I) Haus. 2) Háls og herðar. 3) Bringa og útlögur.
4) Bakbreidd og styrkleiki. 5) Bakhold. 6) Malir og mala-
hold. 7) Lærahold. 8) Ullarmagn. 9) Ullarlitur og gæði. 10)
Fætur og fótstaða. Allir eiginleikar vega jafnt.
Guðmundur Ingi Kristjánsson, formaður Búnaðarsam-
bands Vestfjarða, setti sýninguna, en Sveinn Hallgrímsson
lýsti dómum. Af þeim 20 hrútum, sem mættu á sýninguna,
hlutu 6 hrútar I. heiðursverðlaun, 9 hrútar hlutu I. verðlaun
A og 5 hlutu I. verðlaun B.
I. heidursverðlaun hhitu eftirtaldir 6 hrútar:
1. Þrymur, 3 v. 84,5 stig Sigurjóns Jónassonar, Lokinhömrum, Auökúluhr.
2. Bjartur, 3 v. 83,5 stig Sigurvins Guömundssonar, Sæbóli, Mýrarhr.
3. Píus, 3 v. 83,5 stig Kristjáns Guðmundssonar, Brekku, Mýrarhr.
4. Halli, 4 v. 83,5 stig Jóns Fr. Jónssonar, Þórustöðum, Mosvallahr.
5. Hvati, 2 v. 81,0 stig Hreins Þóröarsonar, Auðkúlu, Auökúluhr.
6. Köggull, 4 v. 80,5 stig Kristjáns Guðmundssonar, Brekku, Mýrarhr.
Besti hrútur sýningarinnar var dæmdur Þrymur, 3 v., Sigur-
jóns Jónassonar á Lokinhömrum í Auðkúluhreppi. Þrymur
er hvítur, hyrndur. Hann er frá Knúti Bjarnasyni á Kirkju-
bóli í Dýrafirði, f. Gráni og m. Rós þar. Þrymur er mjög
jafnvaxinn holdahnaus, hefur frábær bak-, mala- og læra-
hold og illhærulausa og vel hvíta ull, en mætti hafa breiðara
bak. Hann hlaut stig sem hér segir: 8-8,5-9-8-8-9-9-8-8,5 =
84,5 stig
I. verðlaun A hlutu eftirtaldir hrútar, óraðað:
Tvistur, 3 v........Bergs Torfasonar, Felli, Dýrafirði
Spakur, 2 v.........Björgmundar Guðmundssonar, Kirkjubóli, Valþjófsdal
Sammi, 3 v..........Ástvalds í Ástúni og Guðmundar í Hrauni, Ingjaldss.
Fursti, 2 v........Guðmundar V. Ragnarssonar, Hrafnabjörgum, Auðkúluhr.
Drellir, 3 v.......Kristjáns Gunnarssonar, Miðbæ, Þingeyrarhreppi
Hreinn, 3 v........Guðmundar G. Guðmundssonar, Kirkjubæ, Þingeyrarhreppi
Bjartur, 4 v.......Andrésar Jónssonar, Hlíðarenda, Skutulsfirði
Kjarni, 5 v.........Birkis Friðbertssonar, Birkihlíð, Súgandafirði
Mjaldur, 4 v........Krisjáns Jóhannessonar, Hjarðardal, önundarfirði