Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 468
452
BÚNAÐARRIT
flekkótt og kosótt. Þau eru öll kollótt, bollöng og
sterkbyggð. Fullorðni sonurin er I. verðlauna kind, hefur
102 fyrir lömb og 118 fyrir dætur. Dæturnar eru frjósamar
afurðaær, hafa einkunn frá 5,3—9,6. Lokka er 10 v., var
tvílembd gimbra og alltaf síðar. Hún hefur afurðaeinkunn-
ina 9,8. Önnur gimbrin ærefni, hin góð.
Lokka 70-102 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvœmi.
Fjárleg 72-088 Daníels Jónssonar, Ingunnarstöðum, er
heimaalin, f. Spakur m. Hvöt. Hún er hvít, koilótt, ljós á
haus og fótum, bollöng, sterkbyggð og holdmikil. Afkvæmin
eru öll hvít, kollótt, björt á haus og fótum. Þau hafa granna
en sterka fætur og sum ágæt bakhold. Veturgamla ærin er
gersemi. Tvævetri hrúturinn er góð I. verðl. kind. Fjárleg
hefur alltaf verið tvílembd nema einu sinni þrílembd og
hefur afurðaeinkunnina 8,8.
Fjárleg 72-088 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Dalasýsla
Þar voru sýndir 2 afkvæmahópar með ám.
Saurbæjarhreppur
Þar sýndi Benedikt Frímannsson, Stórholti, 2 afkvæma-
hópa með ám, sjá töflu 34.
Tafla 34. Afkvæmi áa 1 í Stórholti
1 2 3 4
A. Móðir: Breiðhyrna 69-298, 11 v .. 82,0 102,0 22,0 130
Sonur: Elgur, 1 v., 11. vl .. 19,0 106,0 26,0 134
Dætur: 2 ær, 4 og 5 v., tvíl .. 80,0 101,0 21,5 132
2 gimbrarlömb .. 39,0 80,0 19,0 114
B. Móðir: Gullbrá 71-010, 9 v .. 80,0 102,0 21,0 131
Synir: Spakur 74-157, 6 v., I. vl .. 95,0 103,0 25,0 135
2 hrútlömb .. 53,0 87,5 19,5 119
Dætur: 2 ær, 4 og 6 v .. 77,5 99,5 21,5 129