Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 457
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980 441
Hríngur er eign Jónasar R. Jónssonar, Melum, fæddur 1972,
f. Prúður I, m. Fossgul II, ff. Bakki, mf. Prúður I, fff. Sproti,
ffff. Hnykill x-10, fm. Mjallhvít, fmf. Hnykill x-10. Hringur
er af hyrndum, vestfirskum stofni, með fínlegan haus, föl-
gulur á höfði og fótum, ullarmikill. Útlögur eru miklar,
bolurinn fremur langur, holdfylling á mölum og í lærum
ótrúlega mikil af svo gamalli kind að vera. Fætur er sterkir og
réttir. Árni G. Pétursson getur þess, er hann dæmdi hrútinn
4ra vetra gamlan, að hann væri „djásn að gerð og sjálfsagður
á sæðingastöð“. Þá voru mál hans 110 kg, 116 bm., 25 spj.,
180 fótl. Afkvæmi Hrings eru hvít, fínhyrnd, ígul á haus og
fótum. Ærnar eru með myndarlegan haus, flestar ágætar á
herðum, bringumiklar og hvelfdar. Bolurinn er alllangur, en
bakið sterkt, fíngert og þéttholda. Mala- og lærabygging er
yfirleitt góð og í sumum tilfellum afbragð. 2ja vetra hrútur-
inn er ágæt kind, jafnvaxinn og þéttholda, en veturgamli
hrúturinn er fullkrappur á bringu. Allir hrútarnir eru með
góða fyllingu á mölum og í lærum. Annar lambhrúturinn er
ágætt hrútsefni og hinn sæmilegur. Gimbrarlömbin eru sum
úrvals góð. Ullin er mikil og góð. Frjósemi ánna er mikil eða
yfir 80% tvíiembt á s. I. sumri. Hópurinn er samstæður að
gerð og útliti og líkur föður sínum.
Hríngur 72-959 hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi.
Óspakseyrarhreppur
Þar voru sýndir 3 afkvæmahópar, 2 með hrútum og 1 með
á, sjá töflu 23 og 24.
Tafla 23. Afkvæmi hrúta í Gröf
12 3 4
A. Faðir: Pokki 206, 4 v., 1. vl............. 90 108 25 130
Synir: Toppur, 3 v......................... 84 107 26 129
Lagður, 3 v....................... 84 108 26 131
2 hrútl., tvíl.................... 44 83 19 120
Dætur: 10 ær, 2—3 v., 8 tvíl............... 67 101 22 128
3 ær, 1 v., 2 einl., 1 tnylk ..... 55 97 20 127
6 gimbrar, tvíl................... 40 82 19 117