Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 438
422
BÚNAÐARRIT
Hvílur Andrésar Kristinssonar, Kvíabekk, er heimaalinn, f.
Hlutur 69-866, sem lengi var notaður í sæðingum, m. Móra.
Hvítur er hvítur, hyrndur, með frábæra holdfyllingu á baki,
mölum og í lærum, en vantar aðeins fyllingu aftan við bóga.
Ullin er gróf. Hann hlaut I. verðlaun A á héraðssýningu í
Eyjafirði 1978. Afkvæmin eru öll hvít og hyrnd utan tvær ær
kollóttar, þau eru gul á haus og fótum og sum gul á belg.
Afkvæmin eru bolmikil, rýmismikil, en einstaka fullgróf um
herðar. Bakhold eru frábær og malahold einnig. Holfylling í
lærum mjög góð, en vantar fyllingu niður á leggi á stöku
afkvæmi. Ull í meðallagi að magni, en yfirleitt gróf. í heild
var hópurinn mjög sterkbyggður og þolslegur. Annar vet-
urgamli hrúturinn prýðisgóð I. verðlauna kind, en hinn full-
grófbyggður. Einn lambhrútur var gott hrútsefni, annar
sæmilegur, en sá þriðji of grófbyggður. Gimbrarlömbin frá-
bær ærefni. Ærnar virðast ágætlega frjósamar og mjólkur-
lagnar, en ekki er skýrsluhald í fjárræktarfélagi á búinu.
Kynfesta mikil.
Hvítur hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Taflu 10. Afkvæmi áa Ragnars í GarAi II
1 2 3 4
A. Móðir: Kempa 73-015, 7 v 71,0 95,0 20,0 132
Sonur: Laddi, 1 v., I. v 75,0 100,0 23,0 130
Dætur: 2 ær, 3—4 v., tvíl 61,0 95,0 20,5 130
2 ær, 1 v., geldar 54,5 88,5 20,0 126
2 gimbrarl., tvíl 43,5 78,5 17,3 121
B. Móðir: Fegurð 73-003, 7 v 75,0 94,0 19,5 133
Synir: Hnoðri, 1 v., I. vl. ........ 80,0 102,0 22,0 137
hrútl., tvíl 43,0 78,0 17,5 124
Dætur: 2 ær, 3—4 v., tvíl 67,5 93,5 21,0 134
gimbrarl., tvíl 34,0 74,0 16,0 123
A. Kempa 73-015 Ragnars Kristóferssonar, Garði II, er
heimaalin, f. Hrani, m. Hýreyg. Kempa er hvít og hyrnd, gul
á haus og fótum. Hún er sterkbyggð, aðeins gróf um herðar,