Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 518
502
BÚNAÐARRIT
Tafla III. (Frh.) Bú, sem höfðu yfir 4000 kg mjólkur
eftir reiknaða árskú og minnst 10,0 árskýr árið 1979
Nöfn og heimili eigenda Tala árskúa Meðalnyt árskúa. kg Meðalfita árskúa, %
252. Ástvaldur Elísson, Hofakri, Hvammshreppi, Dal 10,5 4034 4,93
253. Þorsteinn Kristjánsson, Uppsölum, Svarfaöardal 10,2 4032 4,97
254. Árni Helgason, Neðri-Tungu, Rauðasandshreppi 10,6 4024
255. Baldur Sigurðsson, Lundarbrekku, Bárðardal 10,5 4020 4,24
256. Grímur Arnórsson, Tindum, Geiradal 11,2 4011 4,32
257. Kjartan Ólafsson, Hlaðhamri, Bæjarhr., Strand 11,9 4011
þriðja bú Sturlaugs Eyjólfssonar, Efri-Brunná í Saurbæ,
með 4866 kg eftir 31,2 árskýr. Stærsta búið í þessum flokki
er hjá Hauki Halldórssyni, Sveinbjarnargerði á Sval-
barðsströnd. Á því voru 84,2 árskýr, og var meðalnyt þeirra
4134 kg. Næst stærst er félagsbúið í Holtsseli í Hrafnagils-
hreppi með 68,1 árskú. Var meðalnyt þar 4356 kg.
í næsta flokki eru bú með 20—30 árskýr, og eru þau 81.
Áður voru talin sér bú með 20—25 árskýr. bau eru nú 52, en
voru 47 árið 1978 og 29 árið þar áður. Tvö bú í þessum
flokki eru með yfir 5000 kg meðalársnyt eftir árskú. Annað
er bú Guðlaugs Jónssonar, Voðmúlastöðum í Austur-Land-
eyjum, en þar mjólkuðu 26,3 árskýr 5274 kg að meðaltali.
Hitt er félagsbúið á Brakanda í Skriðuhreppi, þar sem 29,0
árskýr voru með 5089 kg meðalnyt.
I þriðja flokknum eru eins og áður bú með 15—20 árskýr.
Eru þau 55 talsins, en voru 58 árið áður og 57 árið 1977.
Hæstar afurðir í þessum flokki eru á hinu kunna búi Sverris
Magnússonar, Efri-Ási í Hjaltadal. Þar voru 15,0 árskýr, er
mjólkuðu að meðaltali 5595 kg. Næst er bú Eiríks Tryggva-
sonar, Búrfelli í Ytri-Torfustaðahreppi, þar sem 19,8 árskýr
höfðu 5218 kg meðalnyt, og hið þriðja hæsta er bú Kristjáns
B. Péturssonar, Ytri-Reistará í Arnarneshreppi. Á því voru