Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 387
HRÚTASÝNINGAR 1980
371
vógu þeir 96,5 kg til jafnaðar og voru þyngstir jafnaldra
sinna í sýslunni. 56% fullorðnu hrútanna hlutu I. verðlaun
og fimm af 8 veturgömlum eða aðeins 18%. Voru vetur-
gömlu hrútarnir tiltölulega lakari en þeir eldri. Bestu hrútar
sýningarinnar voru dæmdir: Bessi og Soldán, báðir 5 v., eign
Staðarbúsins, Kyllir, 4 v., Olgu á Hamralandi, Smári 3 v.,
Reynis á Hríshóli, Broddi, 3 v., Pórðar í Árbæ, Gauti 2 v.,
Reynis á Hríshóli, Funi, 2 v., Karls á Kambi og Gróði, 2 v.,
Tilraunastöðvarinnar. Allir þessir hrútar eru kollóttir. Af
veturgömlu hrútunum voru bestir: Þór Staðarbúsins og Roði
Þórðar í Árbæ, báðir kollóttir, og Grímur Ólafs á Grund,
sem er hyrndur. Þá má nefna Árna, 4 v., Inga Garðars á
Reykhólum, Móra, 3 v., Jónasar á Reykhólum og Gúm
(grár), 1 v., sama eiganda, allir kollóttir, ágætar kindur.
Sýningin var ágætlega sótt og fór vel fram.
Geiradalshreppur: Þar voru sýndir 39 hrútar, 28 fullorðnir
og 11 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu að meðaltali 94,2 kg
og þeir veturgömiu 79,8 kg. I. verðlaun hlaut 21 hrútur, 19
fullorðnir eða 68% og 2 veturgamlir. Bestu hrútarnir voru
Þór, 4 v., Kristjáns í Gautsdal, Bjarmi (hyrndur), 3 v., Hall-
dórs í Gilsfjarðarmúla, Banki, 3 v., og Sjóður, 3 v., Sauð-
fjárræktarfélagsins, Nói, 2 v., Kristjáns í Gautsdal og
Fannar, 2 v., Sævars á Svarfhóli. Fjárrækt í Geiradal er í
góðu lagi.
Dalasýsla
Þar voru sýndir 450 hrútar eða 39 hrútum færra en 1976.
Af sýndum hrútum voru 308 fullorðnir, sem vógu 97,1 kgog
142 veturgamlir, er vógu 80,5 kg að meðaltali. Báðir aldurs-
flokkar voru því nokkru þyngri að meðaltali en fyrir fjórum
árum eða 2,3 kg þeir fullorðnu og 6,9 kg þeir veturgömlu.
Fyrstu verðlaun hlutu 192 hrútar fullorðnir og 44 vetur-
gamlir eða 52,4%, en 34,8% 1976. Veruleg framför hefur
orðið í sauðfjárræktinni í Dölum síðan farið var að nota