Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 465
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 1980
449
Austur-Barðastrandarsýsla
Þar voru sýndir 6 afkvæmahópar, 3 með hrútum og 3 með
ám.
Reykhólahreppur
Þár var sýnd ein ær með afkvæmum hjá Þórarni Sveinssyni
í Hólum, sjá töflu 31.
Tafla 31. Afkvæmi Sjálfstæðar 74-037 í Hólum
12 3 4
Móðir: Sjálfstœð 74-037, 6 v............ 74,0 98,0 21,0 132
Synir: Geir, 2 v., I. vl................ 90,0 108,0 26,0 133
lambhr., tvíl................... 45,0 81,0 19,0 121
Dætur: Sigurlaug, 2 v., einl., ......... 58,0 91,0 21,0 130
Sigurlaug B, 1 v., lambsg....... 65,0 99,0 22,0 128
gimbrarlamb, tvíl............... 37,0 77,0 18,0 118
Sjálfstœð 74-037 Þórarins Sveinssonar, Hólum, er heimaal-
in. Hún er hvít, kollótt, holdmikil og jafnbyggð. Afkvæmin
eru öll hvít, kollótt, ljós á haus og fótum og ullargóð. Þau
hafa góð bak- og malahold, framstæða og breiða bringu.
Fullorðni sonurinn er 1. verðlauna kind. Lambhrúturinn er
sæmilegt hrútsefni. Sjálfstæð hefur verið tvílembd síðan hún
kom í eigu núverandi eiganda og hefur afurðaeinkunnina
6,8.
Sjálfstæð 74-037 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
Geiradalshreppur
Þar voru sýndir 3 hrútar og 2 ær með afkvæmum, sjá töflu
32 og töflu 33.
Tafla 32. Afkvæmi hrúta í Geiradalshreppi
1 2 3 4
A. Faðir: Bjartur*, 6 v., I. vl. 95,0 108,0 27,0 132
Synir: 3 hrútar, 2—4 v., I. vl. 97,0 109,0 26,7 132
Sómi, 1. v., I. vl 76,0 103,0 24,0 131
8 hrútl., tvíl 47,6 82,8 21,6 123
Dætur: 3 gimbrarl., tvíl., .... 42,7 79,0 .20,0 121