Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 448
432
BÚNAÐARRIT
á baki, en með góð mala- og lærahold. Afkvæmin eru hvít,
hyrnd, sum björt, önnur fölgul á haus og fótum, með vel
hvítaogfíngerða ull. Þau eru útlögumikil, meðbreiðabringu
og ágæt bak-, mala- og lærahold. Þau eru lágfætt og fíngerð.
Tvævetri sonurinn er fíngerður, en veikur, sá veturgamli
ágæt I. verðlauna kind, hrútlambið oggimbrin úrvals ærefni.
Vond hefur verið tvílembd nema einu sinni úr sæðingu og
hefur 6,4 í afurðastig.
Vond 75333 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
G. Bolla 74073 Markúsar Sigurjónssonar, Reykjarhóli, er
heimaalin, f. Valur 71865, m. Brana 71036. Hún er hvít,
hyrnd, gul á haus og fótum. Hausinn er breiður og þrótt-
legur, brjóstkassinn sívalur, en bringan mætti vera nteiri og
eins útlögurnar. Bakholdin eru mjög góð og mala- og læra-
hold frábær, fætur réttir. BoIIa er gerðarleg og þróttleg ær.
Afkvæmin eru hyrnd, 5 hvít og eitt svart. Sonurinn Óðinn
hlaut I. verðlaun A á héraðssýningu 1978, tvævetri sonurinn
Krúsi úrvalshrútur að gerð. Dæturnar líkjast móðurinni að
byggingu, eru lágfættar og með afbragðs bak-, mala- og
lærahold. Gimbrarlambið er allgott ærefni. Bolla hefur verið
tvílembd nema einu sinni og hefur 7,7 í afurðastig.
Bolla 74073 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
Staðarhreppur
Þar var sýndur 1 hrútur með afkvæmum, sjá töflu 17.
Tafla 17. Afkvæmi Malla 76072, Hóli
/ 2 3 4
Faðir: Malli 76072, 4 v 100,0 110,0 25,0 126
Synir: 2 hrútar, 2 v., I. vl 102,5 112,5 26,5 127
2 lambhrútar, tvíl 49,0 88,0 20,3 118
Dætur: 7 ær, 2—3 v., 5 tvíl., 1 einl., 1 lét 67,7 98,0 21,2 126
3 ær, 1 v., 2 mylkar, 1 geld 66,0 99,3 21,8 126
8 gimbrarlömb, tvíl 45,6 86,5 19,9 119