Búnaðarrit - 01.01.1981, Blaðsíða 309
HRÚTASÝNINGAR 1980
293
fastmótaður stofn, lágfættur og þéttvaxinn, og voru bestu
hrútarnir þar Garpur Jónasar á Melum sonur Hlyns og Barði
sonur Prúðs, Litli Hringur sonur Hrings 72-959, sem fluttur
var á sæðingarstöðina á Akureyri s. I. ár, og Bakki sonur
Hængs 72-889, allir eign Jóns Jónssonar á Melum og allir
mjög líklegar kynbótakindur.
Aðalsýningin í Bæjarhreppi var haldin á Bæ og komu þar
85 hrútar, 47 kollóttir og 38 hyrndir. Hrútarnir voru nokkuð
misjafnir að gerð og vænleika. Þar voru t. d. um tíundi hver
hrútur virkilega háfættur eða 138 mm eða meira, aðallega
kollóttir hrútar eða mislitlir, en þar voru líka flestir lágfættir
hrútar eða 14 hrútar, sem höfðu 127 mm fótlegg eða minni.
Mest bar á vel ræktuðum hrútum frá þeim frændum á Bæ
og einnig Kjörseyri. Mig furðaði á því hvað ég sá þarna
marga ræktarlega hrúta hyrnda, en flestir voru þeir frá Bæ.
Síðar var mér sagt að hyrndi fjárstofninn þar hefði styrkst
mikið upp úr 1958, en þá fengu þeir sæði úr úrvalshrútunum
Dverg frá Fjalli, Roða frá St. Ármóti og Gul frá Syðra Seli í
Stokkseyrarhreppi.
Besti hyrndi hrúturinn hygg ég að hafi verið Glanni, 4 v.,
sonurSoldáns71-870, eigandi Gunnar Benonísson íBæ. Þá
vil ég einnig nefna Börk, 3 v., son Mola, eigandi Pórarinn
Ólafsson, Bæ, Þokka, 4 v., son Hængs 72-889, eign Eggerts
Waage í Skálholtsvík, Prúð, 2 v., frá Gunnari Benóníssyni,
eign Hilmars Guðmundssonar á Kolbeinsá og Val, 1 v.,
Höskuldar Benoníssonar í Bæ. Allir eru þessir hrútar mjög
álitlegir og líklegar kynbótakindur. Marga fleiri álitlega
hrúta hyrnda mætti nefna, en hér verður látið nægja að vísa
til meðfylgjandi töflu um I. verðl. hrúta í Bæjarhreppi.
Bestu kollóttu hrútarnir munu hafa verið Styggur, 3 v.,
faðir Laxi, Kubbur, 4 v., frá Sólheimum, faðir Roði 69-873,
og Naggur, 1 v., sonur Kubbs, allir eign Georgs Jónssonar,
Kjörseyri. Þá er Kjöri, 2 v., frá Kjörseyri, sonur Kubbs,
eigandi Jósep Rósinkarsson, Fjarðarhorni, mjög jafnvaxinn
og holdfastur hrútur.