Morgunn - 01.06.1942, Síða 7
Hvað hefir sannazt?
Eftir séra Jón Auðuns.
Gamlar heimildir herma, að þegar kristnin var boðuð
5 Northumberland á Englandi, á 7. öldinni, hafi risið úr
sæti sínu aldraður höfðingi og mælt á þessa leið:
„Konungur, mér virðist líf mannsins lílcjast því, er
spörfugl flýgur í gegn um skála vorn, þar sem vér sitj-
3im að matboi'ði að vetrarkveldi, við vai'mann frá eld-
unum, en úti geisar stoi'mur. Spörfuglinn flýgur inn um
einar dyr og dvelur andartaksstund við ljós og yl lang-
eldanna, en flýgur síðan um aðrar dyr út í ískalt myrki'-
ið, sem hann kom úr. Þannig dvelur maðurinn andar-
taksstund fyrir augliti voru, en hviað á uiidan fór eða
hvað á eftir kemur, vitum vér ekki. Geti hin nýja kenn-
ing veitt oss vitneskju um það, ber oss að aðhyllast
hana"1).
Þessi ævagamla frásögn greinir ekki, hvort öldungn-
nm hafi nægt það svar, sem kristindómurinn gaf honum
við þessum torráðnu rúnum. Vera má, að svo hafi verið,
þó er það engan veginn víst. En annað er víst, og það
er» að svar hins kirkjulega kristindóms nægir ekki mikl-
um fjölda þess fólks, sem nú á tímum er að glíma við
sömu gátuna og engilsaxneski öldungurinn fyrir 13 öld-
um. Þeir sjá fuglinn, sem kemur úr vet3'armyrkrinu,
flýgur um við langeldana í skálanum andartaksstund en
nverfur síðan aftur út í myrkrið. Þeim nægir ekki það
svar, sem kirkjan gefur þeim við spurningunum: Hvaðan
kom hann? Hvert fór hann?
Kirkjan verður að eiga fulla samúð með þessum'
mönnum, hún má ekki sýna þeim andúð á nokki-a lund,
ekki fella yfir þeim neinn hrokadóm um trúleysi, og
1) A. Hude: Imod Döden, 1.
1