Morgunn - 01.06.1942, Síða 18
12
M O R G U N N
íif honum augun. Hann yar fölur ásýndum, en dökku
augun hans voru jafn skær og þau höfðu verið á kveðju-
stund okkar, fyrir hálfu öðru ári. Ég var svo nývakn-
aður, að ég gerði mér þess enn ekki ljósa grein, hvar ég
var staddur og sagði: ,.Halló, P., er ég að verða of seinn
á heræfingu?"
P. horfði fast á mig og sagði: „Ég er skotinn".
„Skotinn! — hrópaði ég — Guð komi til, hvernig og
hvar?“
„í gegn um lungun“, svaraði hann og um leið bar
hann hægri hönd sína hægt upp að brjóstinu, unz hún
staðnæmdist við hægra lungað.
„Hvað varstu að gera?“ spurði ég.
„Ég var að hlýða skipun herforingjans", svaraði hann,
hreyfði hönd sína af brjóstinu, unz hún benti yfir mig
í áttina til gluggans og á sama augnabliki hvarf hann.
Síðan segir sögumaður frá ótta sínum um afdrif vin-
arins, og að hann hafi verið búinn að segja öðrum frá
þessum undarlega atburði, þegar fregnin lcom loks og
staðfesti, að vinur hans hefði fallið því sem næst á sömu
stundu og hann birtist honum. En það var ekki fyrr en
því nær ári síðar, að hann gat gengið úr skugga um, að
vinur hans hefði andazt í því ástandi, sem vitrunin sýndi
og með þeim hætti, sem hún segir frá, nfl., að hann
hefði fengið byssukúlu í gegn um hægra lunga.
Slík fyrirbrigði dulskyggni og dulheyrnar eru til
geisilega mörg og vel vottfest. Þau eru daglega að ger-
ast víðs vegar um heiminn og þau hafa sannfært marga
um framhaldslífið. Gegn þeim beita efasemdamenn og
afneitendur helzt þeirri tilgátu, að þau gerist öll með
hugsanaflutningi milli lifandi manna og geymi því eng-
an snefil af sönnun fyrir framhaldslífinu. Sú tilgáta nær
þó oft alls engri átt og er oft elcki annað en lítt merki-
legur flótti frá staðreyndunum, sem fjölmargar benda
eindregið til starfsemi framliðinna manna og sumar
sanna hana beinlínis, að þeirra manna dómi, er dóm-