Morgunn - 01.06.1942, Side 20
14
MORGUNN
gerist ýmist með því móti, að sá sem skrifar, miðillinn,
hefir sjálfur enga hugmynd um það, sem skrifast með
penna hans, og getur því engu síður skrifað í myrkri en
björtu ljósi, eða þá með þeim hætti, að miðillinn fær með
einhverju yfirvenjulegu móti vitneskju um, hvað eigi
að skrifa, og skrifar það síðan með fullri vitund. Fyrri
aðferðina má með réttu nefna „ósjálfráða skrift", en
hina síðari frekar „innblásna skrift“. Þegar um ósjálf-
ráða skrift er að ræða, getur rithöndin verið allsendis
ólík rithönd miðilsins, en í innblásinni skrift kemur rit-
hönd hans venjulega óbreytt á blaðið.
Bæði í ósjálfráðri og innblásinni skrift virðist það, sem
l'ram kemur, alla jafna vera mjög háð vitund þess, sem
skrifar, lýsingar af framliðnum mönnum ýmist teknar
beint úr vitund miðilsins eða komnar þangað fyrir hugs-
anaflutning eða fjarhrif frá þeim, sem viðstaddir eru,
og lýsingar þær af lífinu í andaheiminum, sem þannig
koma, eru oft í grunsamlega miklu samræmi við það,
sem miðillinn sjálfur hugsar sér um þau efni. Þess vegna
þarf hver sá, sem iðkar þessar tilraunir, að gera kröfur
til fullkominna sannana fyrir því, að einhver ójarðnesk
vera sé þarna að verki, áður en hann getur leyft sér, að
taka fullt mark á því, sem fram kemur. Þetta vanrækja
margir að gera, og því er svo um margt af hinni ósjálf-
ráðu og innblásnu skrift, að hún geymir engan snefil af
sönnunum fyrir nokkrum ójarðneskum uppruna.
En eigi að síður hafa merkilegar sannanir fengizt hjá
skrifmiðlum í mörgum löndum, og sum af merkustu rit-
um spiritismans eru á þann veg til vor komin. I þessu
sambandi má geta þess, sem upplýstist með slíkri skrift
] Reykjavík fyrir nokkrum árum um höfuð Friðriks og
Agnesar í Vatnsdalshólum. Það hygg ég, að fullyrða
megi, að það hafi ekki getað komið úr neins manns vit-
und, sem nú lifir á jörðunni. Úr vitund konunnar, sem
ritaði, var sú stór furðulega vitneskja ekki komin og
engra þeirra, sem með henni voru.