Morgunn - 01.06.1942, Page 22
16
MORGUNN
nákvæmlega rétt, en merkast af öllu var, að eftir tilvís-
uninni fannst gull-nistið, er ættingjum fallna hermanns-
ins var algerlega ókunnugt um áður, og hafði bersýni-
lega verið fyrir skömmu keypt, er hann fór að heiman.
Um þetta mun engum manni hafa verið kunnugt öðrum
en fallna hermanninum, og þá verður hin mikla spurn-
ing þessi: hvaðan hefði upplýsingin getað komið annars
staðar frá en frá manninum sjálfum?
Lang merkasti þáttur hinnar ósjálfráðu og innblásnu
skriftar, að því er til sannana kemur, er vafalaust víxl-
skeytin svo nefndu, sem eiga sér furðulega sögu innan
sálarrannsóknanna. Að öllu samanlögðu má telja þau
snjöllustu uppfinning hinna framliðnu til þess að sann-
færa jarðneska menn um, að ekki væri unnt að telja öll
miðlaskeytin fram komin fyrir hugsanaflutning milli
jarðneskra manna. Þessi „víxlskeyti“ eru þannig fram
komin, að hjá miðlum, einum vestur í Ameríku, öðrum
austur á Indlandi og þeim þriðja í Englandi, skrifuðust
sundurlausar setningar, sem ekki var unnt að lesa nokk-
urt vit úr og ómögulegt var annað að sjá en að þær væru
bláber vitleysa. í skriftinni var miðlunum sagt, að senda
Brezka Sálarrannsókn,afélaginu í Lundúnum skeytin, og
var það gert. Þar voru þau ítarlega rannsökuð og kom
þá upp úr kafinu, að þau áttu saman, og þegar þau voru
lesin saman, með talsverðri fyrirhöfn, var merkingin
augljós og skír.
Þetta sannaði blátt áfram það, að þarna hafði verið
að verki ein og sama vitsmunaveran í þrem heimsálf-
um og komið i framkvæmd þessu snilldarlega hugsaða
áformi, sem í einskis jarðnesks manns huga hafði vakn-
að.
Víxlskeytin virðast hafa orðið til þess, að sannfæra
endanlega þann manninn, sem spiritismanum hefir senni-
lega orðið glæsilegastur ávinningur að vinna, en það
'var sjálfur Sir Oliver Lodge.
Hjá ýmsum tilraunahringum hafa merlcileg víxlskeyti