Morgunn - 01.06.1942, Síða 23
M O R G U N N
17
síðan komið, eins og t. d. hjá Margery í Boston, sem
,,Morgunn“ flytur minningargrein um að þessu sinni. Á
íslandi er mér ókunnugt um, að þessa merkilega fyrir-
brigðis hafi orðið vart, nema ef marka má frásögnina
af draumvísu séra Þorvalds á Mel og Rósants Natans-
sonar í Sporðshúsum, nóttina, sem Jón bóndi á Sporði
i Húnavatnssýslu og sonur hans urðu úti í stórhríð, 2.
desember 1892, eins og sú saga er sögð í Sagnakveri dr.
Bjarnar frá Viðfirði. Þar segir að þessa nótt hafi séra
*Þorvald dreymt, að til hans kæmi Jón á Sporði og kvæði
til hans vísu: „Prestur mundi eigi annað af vísunni, er
hann vaknaði, en fyrsta og fjórða vísuorðið og hljóð-
uðu þau svo:
Vonar skíma veiklast fer,
Koldimm gríma að sjónum ber.
En litlu síðar frétti prestur, að Rósant bónda Natans-
son (Ketilssonar og Skáld-Rósu) í Sporðshúsum hefði
dreymt Jón og kvæði hann vísu fyrir honum. Tókst
prestur því ferð á hendur til þess að finna Rósant. Rós-
ant var tregur til þess að segja frá því, er fyrir hann
hafði borið, en þó kom þar, að hann sagði sig hafa
dreymt Jón á Sporði og hefði hann kveðið vísu, en eigi
kvaðst hann muna nema annað og þriðja vísuorðið af
henni og lét hann prest heyra þau og voru þau þannig:
Vindinn Imu hrollur sker.
Kuldastím er kvíðnum mér,
Sá prestur þá, að þessi vísuorð stóðu heima við þau,
cr hann hafði dreymt. Flestum þótti atburðir þessir
kynlegir, en líkindi eru til að þeir séu sannir, þar eð
úljúgfróðir menn hafa átt hér hlut að máli“.
2