Morgunn - 01.06.1942, Síða 24
18
M O R G U N N
Þessi saga er raunar nokkuð á annan veg sögð í Huld,
og þótt hún sé réttari hér, er þarna ekki um fullkomna
hliðstæðu við víxlskeytin að ræða, því að sennilegra er.
að Jón á Sporði hafi kveðið vísuna alla til hvors þessara
tveggja vina sinna, þótt þeir hafi ekki munað nema sinn
hlutann hvor, er þeir vöknuðu. En hliðstætt við víxl-
skeytin er þetta að því leytinu, að fullkomin merking
fæst ekki í vísuna fyrr en lagt er saman það sem vitr-
aðist mönnum, sem bjuggu fjarlægir hvor öðrum.
Áður en ég skil við ósjálfráða og innblásna skrift,
verð ég að geta þess, sem henni er skylt, en það er sú
staðreynd, að all margir miðlar hafa í sambandsástandi,
eða undir áhrifum ósýnilegs afls, málað stórmerkileg
listaverk, enda þótt þeir kynnu ekkert til slíkra hluta áð-
ur, og það jafnvel málverk, er báru svo öll einkennihinna
látnu meistara, sem tjáðu sig stjórna miðlunum, að
ströngustu og æfðustu gagnrýnendur gátu ekki þekkt
þessi furðulegu málverk frá öðrum listaverkum, sem
þessir snillingar höfðu málað í lifanda lífi. Um þetta
efni og hin margvíslegu tungumál, sem skrifmiðlar hafa
skrifað á, þótt þeir kynnu ekki orð í þeim málum og"
einnig um hinn undraverða hraða og leikni sumra skrif-
miðla má lesa margvíslegan fróðleik í ýmsum eldri ár-
göngum ,,Morguns“.
SANNANIR AF ANDAMYNDUM.
Enn er það ein grein hinna fjölþættu sannanagagna,
sem sálarrannsóknirnar og spiritisminn hafa safnað sam-
an og sanna framhaldstilveruna, að fengizt hefir
mesti fjöldi ljósmynda af framliðnum mönnum.
Ljósmyndaplatan hefir einnig unnið öðrum vísindum
en hinum sálrænu ómetanlegt gagn, því að hún getur
orðið svo miklu viðkvænrari en mannlegt auga, að hún
skili myndum, sem augað greinir ekki. Þannig hefir hún
hjálpað stjörnufræðingunum til að finna stjörnur, sem