Morgunn - 01.06.1942, Side 31
MORGUNN
25
„Mamma, þekkir þú mig ekki?“ Heyrðist rödd Flor-
ence minnar litlu hvísla. Ég stóð skyndilega upp, ætl-
í*ði að ganga til hennar og sagð.i: „Elsku barnið mitt, ég
bjóst ekki við að hitta þig hér“. En hún svaraði: „Seztu
aftur, ég ætla að koma til þín“. Ég settist og Florence
litla kom þvert yfir herbergið og settist í kjöltu mína . . .
Hún var berhöfðuð og geisi mikið hár hennar féll laust
:tiður bak hennar og axlir. Handleggir hennar voru
berir, fætur hennar og leggir, en það var eins og þykkt,
hvítt ,,músselín“ væri lagt um líkama hennar, frá barmi
og niður að hnjám. Þarna var hún orðin h.u.b. 17 ára
gömul, að sjá. „Florence, yndið mitt, — sagði ég — er
þetta raunverulega þú?“
„Skrúfið gasljósið upp, svo að það lýsi betur, og horfið
á munninn minn“, svaraði hún.
Hr. Harrison gerði eins og hún bað um og við sáum öll
vanskapnaðinn, sem hún var fædd með, vanskapnaðinn,
sem ég bið menn að muna, að sérfræðingar kváðust
á engu öðru barni hafa séð en henni. Enn fremur opnaði
hún munninn og sýndi okkur, hvað vantaði í góminn.
Meðan á þessu stóð, hafði miðillinn, ungfrú Cook, sýnt
öll merki mikillar áreynslu og nú sagði hún: „Ég þoli
þetta ekki lengur!“ Og því næst gekk hún úr byrgi sínu
fram í herbergið til okkar. Þar stóð hún um stund í gráa
k.jólnum sínum og við horfðum á hana, meðan Florence
sat í kjöltu minni í hvíta hjúpnum sínum.
Um þessar mundir leið mér illa, vegna örðugleika,
sem að mér steðjuðu. Florence mín sagði mér, að Guð
hefði leyft sér, að láta mig sjá sig með jarðneska van-
skapnaðinum til þess að sannfæra mig um, að það væri
raunverulega hún sjálf, og þetta minnti mig á, að lausn-
arinn birtist efasemdamanninum Tómasi með jarðnesku
sáramerkjunum, til þess að sannfæra hann.
Dóttir mín hélt áfram: „Stundum fyllist þú efasemd-
um, mamma, og þá heldur þú, að þér hafi missýnzt, en
eftir þetta máttu aldrei efast framar. Þú skalt eklci