Morgunn - 01.06.1942, Page 38
32
M O R G U N N
ekki varizt því að minnast orða próf. Þórðar Sveinsson-
ar, varaforseta Sálarrannsóknafélags fslands, er hann
sagði einu sinni, af sinni þjóðkunnu fyndni, að menn
rnættu ekki vera matvandir, ef þeim ætti að bragðast
jafn illa soðinn og ólystugur getgátugrautur!
HVAÐ HEFIR SANNAZT?
hefi ég nefnt þessa ritgerð. í stuttu máli hefi ég reynt að
gera grein fyrir þeim höfuðstoðum, þótt misjafnlega séu
þær stei’kar, sem spiritisminn byggir á þá staðhæfing
sína, að framhaldslíf mannssálarinnar eftir líkamsdauð-
ann sé sannað. Ég minntist á
1) sannanir af draumum,
2) sannanir af sálförum í vöku,
3) sannanir af dulskyggni og dulheyrnum,
4) sannanir af ósjálfráðri skrift,
5) sannanir af sálrænum myndum,
6) sannanir af líkamningafyrirbrigðum og
7) sannanir af endurminningum framliðinna.
Vegna þess, hve efnið er víðtækt, var mér ekki meira
unnt að gera en að draga upp einfaldar myndir, en
hverja einstaka mynd get ég engan veginn rökrætt, eins
og ákjósanlegt hefði verið. Til þess hefði orðið að rita
stóra bók eða verja til þess nokkrum árgöngum af
,,Morgni“.
Ég hóf mál mitt með því að minnast hinna viturlegu
orða engilsaxneska höfðingjans, sem líkti mannsævinni
við fugi, sem fla^g inn í skálann, sveif um stund við ljós-
bjarma langeldanna en hvarf síðan aftur út í nætur-
myrkrið.
Vér vitum ei hvaðan hann kemur. Vér vitum kannske
heldur ekki mikið um hvert hann fer. En eitt allra stór-
felldasta afrek nútímavísindanna er það, að það hefir
sannazt, að hann lifir eftir að hann er floginn út úr
skálanum aftur.