Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 40
34
M O RGUNN
ir mín af glerinu og setti því næst myndina aftur á sinn
stað í dagstofunni, án þess nokkur annar yrði þess var.
Aðkomukonan fór svo aftur heim til sín, eftir einn
eða tvo daga, án þess nokkuð hefði frekar gerzt. Vik-
una næstur var ég í Margate, en nóttina áður en mín var
aftur von heim — réttri viku eftir að fyrirbrigðið gerð-
ist með ljósmyndina — hrökk systir mín upp af svefni,
en hún svaf þá ein í herbergi. Hún gat ekki gert sér ljóst
af hverju hún hefði vaknað, en sá þá andaveru standa
við fótagaflinn á rúminu. Veran var sveipuð eins og í
þokuhjúpi, svo að andlitið sást ekki skýrt, en líkaminn
var á stærð við 12 ára gamla stúlku. Hún sá veruna
leggja eitthvað á rúmið. Þá varð hún svo óttaslegin, að
hún hljóðaði, eða reyndi að gera það. Veran sneri sér þá
við og leið fram til dyranna, sem hún tók þá eftir, sér
til mikillar undrunar, að voru opnar, enda þótt hún hefði
lokað þeim, að venju. Veran mjakaðist út og dyrnar
læstust hljóðlega á eftir henni. Systir mín var svo ótta-
slegin, að hún þorði ekki að hreyfa sig til að gá að,
hvað lagt hefði verið á rúmið, en herbergið var sæmi-
lega bjart af götuljósinu. Hún beið þannig, þangað til
ljósin frá bifreið, sem ók eftir götunni, gerðu glaðbjart
í herberginu, þá brá hún hendi á kveikjarann á veggn-
um og kveikti ljós. Þá komst hún að raun um, að á rúm-
ið hennar hafði verið lögð mynd af bróður hennar í inn-
lögðum, indverskum ramma, sem var 14x12 þumlung-
ar að stærð. í annað sinn var þessi mýnd komin úr dag-
stofunni minni, og nú var glerið alþakið skrifuðu letri.
Var það sendibréf til hennar, og var um hreint einka-
mál. Eins og í fyrra skiptið reyndist hurðin að vera lokuð,
og lykillinn í henni með sömu vegsummerkjum og hún
hafði skilið við hann um kvöldið.
Þegar systir mín fór á fætur næsta morgun, ias hún
aftur letrið á myndarammanum og ákvað nú að geyma
rammann vel til að sýna mér þetta furðuverk, þegar ég
kæmi heim. Hún faldi rammann í klæðaskápnum sínum.