Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 48
42
MORGUNN
„á bát milli fjarða, en dáið á leiðinni. Meiru man ég
„ekki eftir.
Strandhöfn, 30. marz 1941.
Hjálmar J. Guðjónsson".
\
Frú Guðrún skýrir svo frá:
„Til frekari skýringar þess, er fram kom á fundi þeim,
sem Hafsteinn Björnsson hélt, þann 25. janúar 1941, fyr-
ir Hjálmar J. Guðjónsson, Strandhöfn, Vopnafirði,
skrifa ég það, er hér fer á eftir:
Fundurinn byrjaði með venjulegum hætti. Fór þá
Finna (það er stjórnandi miðilsins), að segja frá því, er
hún sér hjá Hjálmari og meðfylgjandi vottorð ber með
sér,
Hjálmar hafði aldrei áður verið á miðilsfundi og tók
þetta ekki trúanlegt, þar eð hann kannaðist ekkert við
manninn, sem lýst var. Og ég þóttist merkja á honum,
að hann kærði sig ekki um meira frá þessum ókunna-
manni. Tók ég þá að spyrja Finnu frekar um hann. Finna
segir: „Maðurinn á foreldra á lífi og ég sé í sambandi
við hann sveit, hann segir hérað“. Ég spyr: „Getur þú lýst
því hvernig það atvikaðist að hann dó?“ Finna segir:
„Hann hefir verið einn á ferð í bílnum sínum, yfir fjall-
veg, svo hefir bíllinn bilað. Ég sé greinilega að piltur-
inn athugar bílinn, skríður undir hann og þá slitnar
eitthvað innan í manninum og af því hefir hann dáið“.
Ég spyr: „Dó hann strax?“ Finna segir: „Nei, hann
komst heim til sín og svo sé ég að hann hefir verið flutt-
ur á bát, það átti að flytja hann til lækninga, ég sé að
það er á milli fjarða, en hann hefir dáið á leiðinni, í
bátnum“. Ég spyr: „Getur þú sagt mér á milli hvaða
i'jarða átti að flytja hann?“ Finna segir: „Ég get ekki
greint það, en Eskifjörður er allt af það, sem hann hcfir
mest í huga“. Ég spyr: „Hvað hcldur þú að sé langt
síðan pilturinn fór?f‘ Finna segir: „Ég get ekki séð