Morgunn - 01.06.1942, Síða 55
MORGUNN
49
riú næst undanfarið um nokkurt skeið að öðru en því,
að félagskonur hafa með lofsverðum áhuga og væn-
legum árangri gengizt fyrir fjársöfnun til húsmálsins,
og að frá einstökum mönnum hafa komið mjög mynd-
arlegar gjhfir og jafnvel höfðinglegar frá einstaka ut-
anfélagsmönnum, en hér þarf þó enn meira til.
Fyrir því hefir nú stjórn félagsins ákveðið að hefjast
enn handa um nokkrar framlcvæmdir og látið velja
nefnd til þess að hafa þær á hendi og leita nýrra ráða,
og höfum vér undirrituð orðið fyrir því vali.
Er þjað þá fyrsta ráð vortt, að snúa oss beint til fé-
lagsmanna og annarra er þessu vilja sinna og fara þess
á leit, að þeir láti, hver eftir getu og geðþótta af hendi
rakna nokkra fjárhæð og komi henni til einhvers af oss
undirrituðum, er þá mun kvitta fyrir.
Nú stendur yfir tímabil, er allur þorri almennings
hefir meiri fjárráð en venjulega gerist, og mun sú vel-
megun verða til þess, að lyfta undir mörg nytsöm mál,
og hyggjum vér að allir vinir, utan og innan félags, séu
oss samdóma um, að eðlilegt og æskilegt sé að þetta mál-
efni vort njóti einnig góðs af, áður en tækifærið er liðið
hjá.
Það skal tekið fram, að þótt fjársöfnunin gangi því
greiðara, sem framlög eru ríflegri, þá eru vel þegnir
smáskerfir, sem safnast þegar saman koma.
Með góðu trausti til félagsfólksins og fleiri vina.
Virðingarfyllst,
Reykjavík, í marz 1942.
Krístinn Daníelsson, Bókhlöðustíg 9, f. próf., form.
Sighvatur Brynjólifsson, tollemb.m. ritari, Óðinsg. 4.
Guðjón Sæmundsson, húsameistari, Tjarnargötu 10C.
Jón Jónsson, Mörk, verkstjóri, Bræðpaborgarstíg 8B.
Málfríður Jónsdóttir, frú, Frakkastíg 14.
Sigurjón Pétursson, kaupm. Þingholtsstræti 22A.
Soffía M. Ólafsdóttir, frú, Skólavörðustíg 19.
4