Morgunn - 01.06.1942, Síða 57
MORGUNN
51
Menning vor öll hefir þannig misst marks og henni
ekki tekizt að leysa af hendi sitt hlutverk í hinni guð-
legu hússtjórn. Þess vegna er nú þessi menningiað hrynja
í rúst. Hún er veikur hlekkur í þróunarkeðju mannsins og
setur ráðsályktun hins eilífa út af sporinu. Það er eins
og deild, sem illa er stjórnað, í stóru fyrirtæki, sem nú
er verið að endurskipuleggja. Fyrir þessa deild — nú-
tímamenning vora — eru nú háskalegir tímar. Endur-
skipulagning hennar mun hjafa í för með sér víðtækar
breytingar. Og mánudaginn er áríðandi að skipuleggja
með hliðsjón af athöfnum þriðjudagsins. Fyrirætlanir
þessa heims verður að samræma við fyrirætlanir annars
heims, svo að tilgangur þeiiTa beggja sé þróun sálar og
anda. Ef þetta væri framkvæmt, þá yrði það af sjálfu
sér til heilla í þessum efnisheimi og mundi tryggja það,
sem bezt er fyrir báða heimana. En nú hefir þetta verið
vanrækt, þessir tímar vorir eru gengnir úr skorðum, og
það er oss til tjóns í báðum heimum.
Að koma í veg fyrir styrjaldir. Ef vér ekki endur-
skipuleggjum þenrjan heim vorn gersamlega eftir and-
iegum leiðum, þá eigum vér vísa aðra styrjöld eða þær
úrslita hörmungar, að í samanburði við þær er það,
sem nú ríður yfir, barnaleikur einn. Hið eina, sem getur
verið oss nægilega knýjandi hvöt, er sú óræka þekking-
arvissa, að annar heimur kemur eftir þennan, þar sem
kemur í ljós rökréttur árangur af því, sem vér gerum
hér. Lífsnauðsyn spiritismans er fólgin í því, að afla
þessarar þekkingar,
Allt skipulag vort verður að kollvarpast frá rótum.
I stjórnmálum er vandamálið, sem leysa þarf, velfaman
mannssálnanna, en ekki atkvæðatala. Iðnaðurinn verð-
ur að skapa göfuga menn og konur, fremur en að fram-
leiða stóriðnaðarvarning. sem mældur og talinn er í milj-
ónum. Uppeldisaðferðirnar verða að miða að því, að
kenna, hver sé tilgangur lífsins og þýðing aiheimsins,
fremur en að fylla höfuð vor af illa meltri kunnáttu til
4*