Morgunn - 01.06.1942, Síða 58
52
M O R G tJ N N
a'ð geta orðið fákunnandi sýslunarmenn eða annað til
lítils hæft.
Glæpur eigingiminnar. Peningar eiga að vera að
gagni til að vera handhægur viðskiptamiðill og verð-
mælir, en ekki til þess að nurla þeim saman eða safna í
fjársjóði og dýrka. Ráðsályktun guðs er að hafa meira
andlega upplýsta menn og konur, fremur en margfjölda
af oddborgurum og yfirlætismönnum. Eigingirnina á að
skoða sem glæp og óhófs- og munaðarlifnað sem úr-
kynjunar einkenni.
Á þessum atriðum nægir að byrja, en auk þess er
fjöldi af atriðum og sjálfsögðum víðtækum ályktunum,
sem koma til greina. Á einhverju einu verður að byrja
og þar kemur þá spiritisminn þegar til. Hvorki vísinda-
menn, klerkar né heimspekingar geta leyst vandann. En
þegar allur heimurinn veit það með vissu, að dauðinn er
hlið inn til æðra lífs, þá fer hrollur um þann, sem illur
er, en óbreyttur maður finnur sér veitta nýja gæfu og
vaxa nýja trú.
Kr. D. þýddi.
»Margery«.
1 bókasafni Einars H. Kvarans um sálræn efni, sem
ckkja hans, frú Gíslína Kvaran, hefir gefið S. R. F. I.,
er all stór bók, sem heitir „Margery“. Á bókina er skrjf-
uð, með fallegri, fastri, kvenmannsrithönd þessi áletrun:
„Til E. H. Kvarans, sem er einn af okkur. Mina Stinson
Crandon. (Margery). 13. maí 1925“.
Til þessarar konu kom Einar H. Kvaran, í heimili
hennar í Boston í Vesturheimi, ásamt syni sínum, Ragn-
ari, og er bókin minjagjöf frá þeim samfundum.
Bókin er um hina frægu læknisfrú í Boston, M. S.