Morgunn - 01.06.1942, Qupperneq 59
M O R G U N N
53
Crandon, sem í sínu merkilega og fjölþætta miðilsstarfi
gekk undir nafninu ,,Margery“.
Að frú Crandon hafði alveg sérstaka miðilsgáfu, er yfir
allan efa hafið. Um margra ára skeið hafði hún miðils-
fundi að staðaldri. — Oftast mun hún hafa haft fund-
ina í heimili sínu, og opnaði þá hús sitt undantekningar-
laust öllum áhugamönnum og gagnrýnendum. M'argir
þeirra ráku rannsóknirnar af einlægri sannleiksást og
báru þannig mikið úr býtum eftir kynni sín af þessari
merkilegu konu, en sumir reyndust beinir svikarar við
hana, komu'á fund hennar undir fölsku yfirskyni, og
brutu freklega af sér gagnvart einlægni hennar og gest-
risni. — En þessar ódrengilegu aðferðir, sem snerust
jafnvel upp í opinberar árásir og blaðaofsóknir, létu
hin göfugu hjón ekki á sig fá. Þrátt fyrir allt það mold-
viðri af rógi og lognum getgátum, sem almenningur og
blöðin þyrluðu upp í kring um starf Crandons-hjónanna,
þreyttust þau ekki. — Stóra og fallega heimilið sitt í
Boston, gerðu þau að opnum samkomustað fyrir alla,
sem vildu eiga þangað erindi um sálræn mál. Hinn vin-
sæli og mikli læknir var óþreytandi í rannsókn fyrir-
brigðanna og læknisfrúin, menntuð hefðarkona var til
reiðu með sitt starf fyrir hvern þann, sem vildi rannsaka
fyrirbrigðin, sem hjá henni gerðust, og jafnvel fyrir þá,
sem engan veginn verðskulduðu, að hún bæri til þeira
slíkt traust. — Ár leið af ári, starf þeirra við fullkomn-
ustu vísindaleg skilyrði í rannsóknastofunum í heimili
þeirra í Boston varð æ víðtækara, þar var unnið og ekk-
ert sparað, hvorki fjármunir né fyrirhöfn. Þetta starf
var raunar af mörgum metið og virt, en af öðrum svívirt
og hártogað.
Mér finnst ekkert annað dæmi frá síðari árum, sanna
það betur en aðfarirnar um eitt skeið gegn Crandons-
hjónunum, hve örðugt það getur orðið á jörðinni, að
þjóna sannleikanum afdráttarlaust. — Margsinnis voru
þau hjónin borin ásökunum um vísvitandi svik og blekk-