Morgunn - 01.06.1942, Side 61
MORGUNN
55
Frú Crandon, eða ,,Margery“. konan, sem margir
liöfðu elskað og virt, en einnig margir ofsótt, er nú farin
af þessum heimi, en maður hennar andaðist fyrir rúmu
ári. Hún var vissulega ein þeirra, sem sálarrtansóknirn-
ar standa í mikilli þakkarskuld við, því að af meiri ósér-
plægni og einlægni hafa fáir unnið, og þess vegna taldi
ég eðlilegt, að hennar væri minnzt hér í ritinu. Fyrir
samband hennar við látna forsetann, Einar H. Kvaran,
vissi hún nokkuð um starf vort hér á íslandi, en það er
skyldugt, að vér vitum miklu meira um hana.
Um frú Crandon er tvívegis getið í 6. árg. Morguns.
Séra Haraldur birtir um hana ágæta ritgerð, sem hann
nefnir „Læknisfrú verður frægur miðill“, og ritstjórinn
minnist hennar í ritgerð sinni „Nokkur atriði úr utanför
minni“, þar sem hann segir m. a. frá heimsókn sinni til
Crandons-hjónanna í Boston, og þeim sérlega alúðlegu
viðtökum, sem hann fékk í heimili þeirra. Ég get ekki
stillt mig um að geta þess hér, að það er ekki alveg ólík-
legt, að þeim Crandons-hjónunum hafi orðið talsvert
þægilega við, að fá annan eins gest í heimsókn frá ís-
landi og Einar H. Kvaran, þau hafa rjaumast búizt við
öðru eins góðgæti úr þeirri átt. Þau hafa sennilega fund-
ið hjá honum öllu meiri vitsmuni og öllu meiri þekking á
sálarrannsóknamálinu en sumum þeirra miklu manna,
sem leituðu á fund þeirra úr heimalandi þeirra og þótt-
ust vera komnir til að rannsaka málið.
I Light, 20. nóv. s.l. er minningargrein um „Margery“
eftir frú Hewat McKenzie. Það, sem hér fer á eftir, er að
mestu leyti þýðing á þeirri grein, en frú MacKenzie er fyr
ir allra hluta sakir flestra karla og kvenna færust um að
skrifa um „Margery", bæði vegna náinnar þekkingar á
henni sjálfri og starfi hennar og eins vegna þess, að hún
er frábær rithöfundur, ekki sízt um sálarrannsóknir, en
í þeim er hún stórlærð kona.
Ég læt því hér koma grein frú MacKenzie, en þó með