Morgunn - 01.06.1942, Síða 63
M O R G U N N
57
að hún hlaut að verða kjörinn félagi hvers sem var, til
uð rannsaka nýjan heim.
Við höfðum haldið kunningsskap okkar við með bréfa-
skriftum, og við hjónin höfðum nákvæmle^a fýlgzt
með öllum þeim skýrslum, sem birtar höfðu verið um
miðilshæfileika hennar, og fylgzt þannig, árum saman
með því, hvernig hennar furðulega miðjlsgáfa óx og
þroskaðist. Miðilsgáfa hennar hafði verið rannsökuð,
sumir höfðu borið henni vitni, aðrir höfðu hafnað henni,
sumir höfðu hrósað henni, aðrir höfðu svívirt hana,
á þeim hjónunum hafði dunið allt, það, sem mennirnar
geta fundið upp, þegar þeir eru að berjast gegn nýjum
sannleika, sem brýtur í bág við það, sem áður er viður-
kennt og talið rétt. Við engu hafði þeim verið hlíft. —
Dr. Crandon og kona hans hófu djarfa og drengilega
gagnsókn, og það reyndist ekki unnt, að gera þau bitur.
Heimili þeirra vjarð pílagrímsstaður, sem lærðir og leikir
fóru í pílagrímsför, hvaðanæfa frá Ameríku og
Evrópu. Fyrirbrigðin í heimili þeirra voru fréttaefni í
forsíðudálka blaðanna, menn gerðu af þeim skopstæl-
ingar á skemmtistöðunum, þau voru svívirt af trúð-
leikaloddaranum Houdini, þar sem tugir þúsunda sóttu
gleðisali hans, þau voru hártoguð af vísindamönnun-
um og á þau voru gerðar klúrar árásir af blindum
ofsatrúarmönnum hvers konar trúarflokka. — Það
gat ekki verið auðvelt fyrir mann í opinberu em-
bætti, sem daglega varð að standa frammi fyrir almenn-
ingi og gegna umsvifamiklum, daglegum skyldustörfum,
að þola allt það, sem þá gekk á um hann og konu hans.
Engin önnur blöð en sálrænu tímaritin veittu fyrirbrigð-
unum verðskuldaða athygli eða birtu sæmilegar skýrslur
um þau, jafnvel Brezka Sálarrannsóknafélagið sýndi
aldrei miðilsgáfu ,,Margery“ fullan sóma, og þegar hún
kom til Englands síðar, og hélt þar nokkra fundi, tókst
svo til, að þar fengust ekki ákjósanlegar úrslitasannanir.
Blöðin Light og Psychic Scienc hafa birt margt um fyr-