Morgunn - 01.06.1942, Page 66
60
ÍUORGUN N
irætlunum sínum í framkvæmd. í samvinnu við hann var
flokkur ungra anda, og voru tveir þeirra sagðir vera
synir dr. Richardsons, læknisins, sem var samstarfsmaður
Crandonsnhjónanna, og fyrst hafði vlakið athygli dr.
Crandons á sálarrannsóknunum. — En sennilegt
er, að þessi flokkur hafi staðið undir yfirstjórn
annara og þroskaðri anda, sem ekki sögðu til sín
en unnu nafnlausir.
Persónuleikinn, sem nefndi sig ,,W|alter“, var eins ólík-
ur ,,Margery“ og hugsazt gat, og hafi hann að eins verið
klofning úr persónuleika „Margery“, eins og sumir gátu
sér til, er það fullkomnasta dæmi persónuklofningar.
sem enn hefir þekkzt. Walter var leiðtoginn, hann var
sá, sem átti frumkvæðið og hann krafðist hlýðni. En
þótt miðillinn legði sig undir rannsóknaskilyrði svo vægð-
arlaus, að fáir hafa þolað slíkt, bar Walter sigur af hólmi
yfir hvers konar örðugleikum. Hann hafði alla þá galla,
sem hinn raunverulegi Walter hafði haft í lifanda lífi,
hann gat orðið vonsvikinn ef tækifærin voru ekki notuð,
sem hann gaf, en honum þótti nóg ef sama fyrirbrigðið
gerðist nokkrum sinnum og hann skildi engan veginn
hinar nákvæmu og ítrekuðu endurtekningar fyrirbrigð-
anna, sem starf vísindamannanna krafðist, og átti það
til að vilja hlaupast frá öllu slíku og fara að koma fram
nýjum fyrirbrigðum, áður en þeir þóttust vera búnir að
ganga nógu vel frá hinum gömlu, sem bakaði vísinda-
mönnunum oft talsverka erfiðleika. Fyrir þetta hlutu
Crandons-hjónin og samverkamenn þeirra ámæli þeirra,
sem ekki skildu þetta, en ég sá í þessu aðeins hinn unga,
óþroskaða huga Walters, sem vissi að ný og ný fyrir-
brigði var unnt að sýna, en að tíminp var naumur og
krapturinn takmarkaður. Þegar Drayton Thomas er að
skírgreina hina svo nefndu ,,proxy“-fundi, sem eru í því
fólgnir, að sá, sem orðsendingarnar á að fá, er ekki sjálf-
ur viðstaddur, heldur hefir þar annan fyrir sig til að
veita orðsendingunum viðtöku, segir hann þá reynslu