Morgunn - 01.06.1942, Page 67
M O R G U N N
61
sína, að öndum ungra manna veitist auðveldara að koma
íyrirbrigðunurn í gegn með krafti. Walter sannaði þetta,
en aftur á móti sýndist sem hann skorti æfingu og leikni.
E. t. v. hefir hann færzt of mikið í fang, reynt of mörg
fyrirbrigði. Vera má, að hann hafi farið illa með krapt-
inn með því að hafa svona geisilega f jölþætt fyrirbrigði
undir í einu, og að hann hefði náð meiri árangri með því
0ð setja allt inn á eina eða tvær tegundir þeirra í stað
þess, að reyna við svo margar tegundir í einu. Walter-
,,röddin“, sem var þaulprófuð með vélinni, sem dr. Rich-
ardson fann upp, var mjög merkilegt fyrirbrigði. Hún
talaði, blístraði og söng, jafn eðlilega og óþvingað þótt
munnur miðilsins væri keflaður, á rödd Walters varð
enginn munur hvort munnur ,,Margery“ var keflaður eða
ekki. Sjálf gekk ég fullkomlega úr skugga um þetta
fyrirbrigði. Walter hafði enn fremur því nær fullkomna
s.ión í kolamyrkri. í hótelherberginu mínu, meðan ég
dvaldi í Boston, bjó ég út kort, þar sem á voru skrifuð
orð og nokkrar myndir. Ég lét engan sjá þetta og rétti
];að ekki miðlinum fyrr en eftir beiðni Walters í myrkri,
þegar við vorum sezt í hringinn. Aðrir höfðu útbúið
spjöld í sama skyni, og með líkum hætti, og réttu miðl-
inum þau um leið og ég. Innan fárra mínútna iðaði Walt-
er allur af fjöri og sagði okkur nú, hvað væri á hverju
spjaldi. Ef þarna var að eins um fjarhrif að ræða, var
þar önnur tegund f jarhrifa en ég hafði þekkt áður. Hann
vissi einnig hvar hver einstakur hlutur var í tilrauna-
herberginu, í kolamyrkri, þótt enginn vissi það annar.
Deilurnar, sem öðru hvoru risu, um miðilsgáfu Marg-
ery“, voru sorglegar. Og í orustuhitanum gleymdust oft
aðalatriðin, en um aukaatriðin var barizt og þau hár-
toguð. Þegar sérstakra sannana átti að leita, hafði dr.
Crandon það fyrir fasta reglu, að láta alla viðstadda
undirskrifa fundarskýrsluna áður en þeir fóru heim
tii sín |af fundinum. — Ef þeir höfðu einhverjar
mótbárur fram að færa, eða efasemdir gagnvart