Morgunn - 01.06.1942, Page 68
62
MORGUNN
fyrirbrigðunum, urðu þeir að bera þær fram þá þegar„
og fundarskýrslan átti að teljast fullgild heimild um það„
sem gerzt hafði. Þetta var ströng regla, en hún var nauð-
synleg, því margir miðlar h(afa orðið fyrir miklum óþæg-
indum og sársauka vegna þess, að þeir, sem fundina hafa
setið, hafa skipt um skoðun síðar meir, þegar þeir, við
nánari athugun eða í samtali við aðra, sem ekki voru
við staddir, óskuðu þess einhverra hluta vegna að koma
fram með efasemdamenn eftir á, þótt þeir hefðu áður
játað raunvernleik fyrirbrygðanna Dr. Crandon vildi fyr-
irbyggja, að kona hans yrði fyrir slíku af hendi þeirra,
sem hún hélt fundina fyrir. En það, sem hann kvartaði
sárast undan í sínu mikla og óeigingjarna starfi var það,
hve margir urðu til þess að svíkja sannleikann vegna
fjármálalegra eða þjóðfélagslegra aðstæðna, eða vegna
stöðu sinnar. Bæði dr. Crandon og kona hans komust þó
merkilega vel hjá því, að verða bitur gagnvart þeim,
sem slík smámenni reyndust í stóru máli. Vitanleg'a
særði þetta þau mikið, vegna þess, að þau voru viss
um fullkominn heiðarleik sinn og algerða einlægni, gem
sýndi sig bezt í því, að fyrir þetta mál fórnuðu þau frið-
sælu lífi sínu, heimili sínu og peningum í ríkum mæli.
Slíkar árásir og deilur geta orðið miðilsgáfunni sjálfri
skaðlegar, þær geta spillt sálinni, vakið tortryggni mið-
ilsins á hinum ósýnilegu stjórnendum hans og jafnvel
hindrað líkamlegu fyrirbrigðin.
Mörg fyrirbrigðin hjá ,,Margery“ gerðust utan heim-
iiis hennar og mörg þeirra einnig, þegar maður hennar
var ekki viðstaddur. Sum þeirra gerðust með að eins ein-
um fundarmanni og henni, eins og fyrirbrigðin, sem dr.
Tillyard, hinn kunni skordýrafræðingur frá New Zee-
land, fékk á fundum með henni. Hann heimsótti hana
til Boston nokkurum sinnum, og gerðist áhrifamikill tals-
maður hennar og verjandi um mörg atriði, sem um var
deilt.
Engin reynsla þeirra varð þeim þó sárari en deilan,