Morgunn - 01.06.1942, Síða 72
66
MORGUNN
irlitningin, sem þeir áttu hér að mæta í byrjun barátt-
unn|ar og árásirnar, sem stundum voru jafnvel gerðar
á mannorð þeirra og heiður. — Sú saga verður aldrei
skráð, hún á að gleymast, en ávextir af starfi þeirra og
fórnum munu lifa, og þá er vel.
,,Margery“ Crandon er farin af þessum heimi að eins
rúmlega fimmtug að aldri, vér minnumst hennar með
blessunarbænum og þakkarhug og um leið minnumst vér
fiumherjanna, sem farnir eru, bæði þeirra, sem störf-
uðu hér hjá oss og anniars staðar.
Jón Auðuns.
Vitrun um gamlan harmleik.
Árið 1866 keypti M; Leon Bach, sonar-sonarsonur hins
fræga tónskálds Sebastians Bachs, spinette, sem er eins
konar píanó af gamalli gerð. Hljóðfærið var bersýnilega
mjög gam|alt og var með ákaflega fínum útskurði. Leon
Bach athugaði það mjög gaumgæfilega og fann loks inn-
an í því áletrun, sem sýndi, að það var smíðað í Róma-
borg árið 1564. Það, sem eftir var dagsins, var hann að
rannsaka hið dýrmæta hljóðfæri og var enn með hugann
við það, þegar hann gekk til sængur um kvöldið. Um
nóttina dreymdi hann þenna draum;
Hann sá síðskeggjaðan mann standa við hlið sér, í
mjög einkennilegum og fornum klæðnaði. Maðurinp
beygði sig yfir rúm L. Bachs og talaði við hann á þessa
leið:
„Þetta spinette var í minni eign. Ég notaði það oft til
að stytta stundir herra mínum, Iíinriki konungi þriðja.
Þegar hann var kornungur maður, samdi hann sönglag
við kvæði eitt. Honum þótti ákaflega gíaman að syngja