Morgunn - 01.06.1942, Qupperneq 73
M O RGUNN
67
þetta lag og ég lék oft undir fyrir hann. Lagið og ljóðið
samdi hann í minning ungrar stúlku, sem hjann hitti einu
sinni, er hann var í veiðiferð, og sem hann varð mjög
ástfanginn af. Stúlkan var tekin frá honum, það var
sagt, að henni hafi verið gefið inn eitur, og þetta bak-
aði honum mikla og djúpa sorg. Ævinleg]a þegar hann
varð hryggur síðar í lífinu, raulaði hann þctta lag, en til
þess að dreifa hugsunum hans, greip ég oft til þess, að
leika á spinettið „spánskan dans“, sem ég hafði samið,
og honum var mjög kær. Þessar tvær tónsmíð|ar batt ég
þannig iðulega saman, því að oft lélc ég þær hverja á
eftir annari!“
Því næst gekk draummaðurinn að spinettinu, sló á
það nokkra tóna og söng lagið af svo mikilli hrifning
og innileik, að L. Bach vaknaði með tárin í augunum,
Hann kveikti ljós, sá, að klukkan var tvö og sofnaði síð-
an aftur. En á meðan hann svaf í þetta sinn gerðist undra-
verður atburður. Þegar L. Bach vaknaði um morguninn,
féll hann í stafi af undrun, því að á rúmi hans lá nótna-
•blað, sem var þéttski'ifað afar fínni rithönd og örsmá-
um nótum. L. Bach var mjög nærsýnn og með mestu
erfiðismunum gát hann komizt fram úr því, sem á blað-
inu var, með því að rýna í það með stækkunargleri.
Hann lék nú lagið á spinettið. Lagið, kvæðið og
„Spánski dansinn“ — allt kom þetta nákvæmlega heim
við það, sem draummaðurinn hafði áður látið hann
heyra. L. Bach virðist engar sálrænar gáfur hafa haft,
hann hafði aldrei reynt að yrkja kvæði og var gersam-
iega ókunnugur öllum reglum bnagfræðinnar.
(Kvæðið er þrjú erindi. Það er birt í bókinni, sem
þessi frásögn er tekin eftir. Það er birt þar á frummálinu,
frönsku, en þar sem gera má ráð fyrir, að fæstir lesend-
ur „Morguns“ muni lesa það sér til gagns er það ekki
birt hér. Þýð.).
I þessu dapurlega kvæði er framsetningin öll með
™.jög fornum hætti og sömuleiðis nótnaskipunin í hin-
5*