Morgunn - 01.06.1942, Blaðsíða 74
68
M ORGUNN
um létta og glaða „Spánska dansi“ og nóturniar sjálfar
eru ólíkar þeim, sem nú eru notaðar ....
í „Journal de l’Etoile“ segir, að Hinrik konungur III.
hafi verið ákaflega hrifinn af Maríu de Cleves, mark-
greifaynju, sem hafi andazt á blómjaskeiði í klaustri 15.
okt, árið 1574. Var hún þessi unga stúlka, sem kvæðið
er orkt um? I sama riti er sagt, að ítalskur hljómlista-
roaður, Baltazarini að nafni, hafi flutzt til Fúakklands
um sama leyti og hafi hann náð mikilli hylli konungs-
ins. Var þetta nú ekki hljóðfærið hans, sem L. Bach
hafði keypt, nærri þrem öldum síðar? Og v'ar það ekki
andi Baltazarinis, sem skrifaði kvæðið og „Spánska
sönginn" á blaðið, nóttina meðan L. Bach svaf.
(Þýtt eftir hinu mikla riti E. Hardinge Britten:
„Kraftaverk nítjándu aldarinnar“.)
Vanrækt rannsóknarefni.
„Trúa mynda ek ef Njáll segði“. Svo erú sumir hinir
gagnmerkustu menn kunnir að því, lað gæta tungu sinn-
ar, að engum kemur til hugar að efa frásögn þeirra. Það
sem þeir segja afdráttarlaust, það vita menn að muni
vera svo nálægt óskeikulleikanum sem dauðlegum mönn-
um er unnt að komast. Einn slíkra manna var sá dýrlegi
maður séra Magnús Helgason, sem við mundum nú
sennilega helgan kalla, ef óvizka okkar bannaði ekki
slíkt.
í 7. árg. Óðins, 1911, 3. tbl., hefir séra Magnús Helga-
son skrifað um séra Steindór Briem í Hruna, sem hann
segir að hafi að mestu numið skólalærdóm sinn hjá þeim
séra Páli Sigurðssyni, þá í Miðdal, og séra Valdimar