Morgunn


Morgunn - 01.06.1942, Síða 75

Morgunn - 01.06.1942, Síða 75
M O R G U N N 69 Briem. Og frá námsárum séra Steindórs segir hann þessa sögu: Það bar til í Miðdal, þegar Steindór var þar við nám, að stúlka nokkur þar á bænum tók sótt og andaðist. Það var seint á jólaföstu. Um kveldið eftir athafnirnar sat allt heimilisfólkið við vinnu sína í innri enda baðstof- unnar, sem var þiljaður af, en líkið var lagt til í rúmi einu í ytri endanum. Steindóri þótti náðugra að sitja þar við lesturinn, heldur en inni hjá fólkinu, og tók sér sæti á rúmi gegnt baðstofudyrunum. Líkið lá í næsta rúmi. Framan í stafnum milli rúmanna hékk lampi, eins og þá var títt, og logaði ljós á. Steindór hallaðist upp að stafnum sín megin, til þess að hafa sem bézt gagn af ljósinu. Fæturnir á líkinu sneru að þeim gaflinum. Allt í einu var spyrnt í rúmgaflinn svo snöggt og hart, að Steindór hálfhrökk frá stafnum. Hann lítur við til líks- ins; sér hann þá, að það réttist hægt upp, meir en til hálfs, og flennir upp móti honum brostin augun. Ekki kunni hann við augnaráðið, en hugsar samt að stúlkan sé að rakna við, stendur upp og gengur til hennar. Þá hnígur iíkið aftur út af magnlaust og liggur sem áður. Hann ætlar þá innar fyrir til fólksins, að láta það vita, en í því að hann snýr frá rúminu, opnast baðstofudyrnar cg inn gægist maður, sem hann hafði aldrei séð, og segir: ,,Það er þá svona!“ hverfur svo aftur utar í myrkr- ið í göngunum. Steindór fór svo innar fyrir til fólksins og sagði frá því, er fyrir hann hafði borið. Þetta var nú allt athugað. Ekki fannst neitt lífsmark með líkinu fremur en áður. Ókunni maðurinn kom inn aftur og var vinnu- maður frá Miðdal; hafði hann róið fyrir sunruan um haustvertíðina, en var nú að koma heim. Þeir Steindór höfðu því ekki sézt fyrr. Stúlkan látna var unnusta hans jg hafði hann frétt á næsta bæ, að hún lægi; honum hafði því brugðið, er hann lauk upp baðstofuhurðinni og sá hvers kyns var, og hopaði aftur fram í göngin til að jafna sig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.